Tatamm, jólin eru að koma..
11.11.2008 | 10:19
Bara að láta ykkur vita að jólin eru að koma hérna megin á jarðarkringlunni líka. Fyrir ca. tveimur vikum horfði Halli ráðvilltur á starfsfólk í bókabúð setja upp jólaskrautið, og spurði hvort að þetta væri ekki dálítið snemmt? -Kannski er líka erfitt að tengja sig við jólin þegar það er 35 stiga hiti úti. Í gær þegar ég fór í hverfisverslunina, skartaði allt starfsfólkið jólasveinahúfum í hitanum. Steininn tók svo úr í morgun þegar ég fór í stórverslun og Boney M hljómaði í kerfinu. Þarna ráfaði ég um að leita að frosnum rækjum: "..dashing through the snow, in a one horse open sleigh trallalallalalaltrlalalalalaaa..."
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hhhahaa mikið hlýtur þetta að vera skrýtið. Ég hinsvegar horfi á falleg skandinavísk steríotýpujól á kortum og myndum með nýföllnum hvítum snjó, börn með rjóðar kinnar, notaleg stemming og trén þung af snjóstjörnum. raunveruleikinn er rigning og grámygla, innpúkar í tölvuspilum og veðurbarin tré sem slá greinum í glugga. Merkilegasta samt er að þegar nær dregur alvöru jólum þá tekst yfirleitt stemmingunni að hjúpa þessu öllu með sínum ævintýralega blæ, ég treysti á það verði eins í ár.
Brynja (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.