Jólasnjórinn kominn!

snjór 1 Þar sem ég snæddi salatið mitt í hádeginu í fyrradag með fjölskyldunni var ég að hugsa hvað loftslagið er nú fullkomið hér. Um 25 stiga hiti og skýjað, svo að það er hvorki of heitt, né of kalt. Akkúrat mátulegt. Þá opnuðust gáttir himins fyrirvaralaust og jólasnjórinn dembdist niður á okkur með offorsi. Það var hagl úr háloftunum, og svo regn í bland. 

 

Hér sjáið þið stærðina á haglinu, þar sem Óskar heldur á einu í hendinni sinni.

 

 

snjór 3

Og hér er svo matarborðið okkar, þar sem ég sat svo makindalega með salatið mitt fyrir stundu.

 

 

 

 

 

 

snjór 2
Það brast á með þvílíku óveðri að það var ekki viðlit að vera úti við. Hér eru Halli og Óskar, en í skjóli undir þakskegginu.

Snjórinn entist nú ekki lengi, kannski í 10 mínútur og nú er allt orðið samt aftur, vart skýhnoðri á lofti. Við búumst nú ekki við miklum snjó aftur fyrir jólin, svo að þetta verður væntanlega að duga okkur sem jólasnjórinn þetta árið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira en hefur snjóað hér í París þennan veturinn !

Rosa Rut (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:16

2 identicon

BÍDDU - HALLÓ - snjór í 25 stiga hita - hvað er eiginlega í gangi???  Heyrðu takk annars fyrir að vera svona dugleg að kíkja á bloggið mitt (duglegri en ég meira að segja) - mér finnst ég eitthvað lítið hafa að segja þessa dagana - allavega í svona átaksbloggi - einsog þetta á víst að heita - ég er enn ekki búin að rífa mig upp á óæðri endanum til að gera eitthvað róttækt í mínum málum.........eeeeen - ég held enn í trúnna á að ég geri það einn daginn...........hafið það sem allra best í snjónum (hérna er sko frost með hríðinni...)........knús og kremjur til allra.........

 kv. Ása Dóra

Ása Dóra (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:21

3 identicon

Þetta er magnað með snjóinn, eða öllu heldur haglið. Ótrúlega merkilegt og ég man eftir að hafa lent í svona þar sem þess var síst að vænta. Spurning um að Halli skýri út fyrir okkur hvaða náttúrufyrirbæri þetta er.

 Astarkveðjur Harpsí

Sá að Dabbi var að reyna að ná í mig á skypeinu um daginn en ég hafði verið úti að sækja drengina mína. Reynum aftur fljótlega 

harpa (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband