Jólaundirbúningur..
23.12.2008 | 15:07
Ekki er seinna vænna að birta fréttir af jólaundirbúningi. Við fórum út að borða niðri í bæ í hádeginu og Dabbi sér svo um sjávarrétti í kvöld. Ég er að gera jólaísinn, sem að þessu sinni er með kirsuberjum. Jarðarberin eru horfin úr verslunum og kirsuberjauppskeran er komin svo það er alveg tilvalið að prófa eitthvað nýtt.
Kunnugir fullyrtu að borgin ætti að vera nánat mannlaus yfir jólatímann, en hér er allt fullt af fólki í verslunum og á veitingastöðum.
Við fórum fyrir nokkru og fjárfestum í hvítu jólagervitré sem nú stendur í stofunni.
Hér er Davíð með Óskari í byrjun jólaverslunarferðarinnar. Sést hvað Óskar er spenntur, og Davíð enn ekki farinn á taugum.
Stefán situr glaður og hress í innkaupakerru.
Og Óskar enn að hressast.
Allir komu heilir undan innkaupaferð, og við fórum heim með þetta fína, hvíta tré í farteskinu.
Það var gaman að fá jólin inn í húsið, hér er Halli byrjaður að skreyta tréð.
Stefán lagði líka lið við það verkefni.
Svo tók nú tímana tvo að finna seríu sem passaði við tréð, því að við þurftum með hvítum snúrum. Eftir mikla leit kom Davíð með eina Osram seríu heim sem var með marglitum, blikkandi ljósum, og við þurftum að sætta okkur við. Stofan var eins og diskótek frá áttunda áratugnum og við foreldrarnir við það að fá flogakast, en drengirnir ákaflega hrifnir.
Svo reyndist þetta vera hin besta sería því að hún er mjög vitræn og róast þeim mun lengur sem hún er í sambandi. Eftir svosem þrjá daga skartar hún bláum, róandi ljós. Nú er bara að sjá hvort að við getum tryggt að enginn fari að fikta við það að taka hana úr sambandi fyrir jól, annars höldum við upp á diskójól annað kvöld.
Hér eru svo bræðurnir með félaga sínum, honum Rúnari Atla við tréð.
Svo bíðum við bara spennt eftir jólunum. Aðfangadagur verður með aðeins öðru sniði, Davíð fer í ræktina og ég fer að taka viðtal við doktor í stjórnmálafræði fyrir ritgerðina mína. Sá á matsfyrirtæki í þróunargeiranum og ég gat náð af honum núna eða ekki fyrr en í apríl þar sem hann er þeysast milli Líberíu og Rúanda að vinna matsverkefni.
Svo hafa jólasveinarnir komist hingað til Namibíu, Óskar fékk reyndar einu sinni kartöflu í skóinn og fór með hana sem mesta dýrindi, og sofnaði með hana í fanginu um kvöldið. Svo ef bróðir hans gerir eitthvað af sér, setur hann sönnunargögn í gluggann hans Stebba til að jólasveinninn sjái örugglega hver er sá óþekki á heimilinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jólakossar til ykkar allra, farið vel með ykkur yfir hátíðarnar
Rósa Rut (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 11:18
Elskulega fjölskylda,
gaman að heyra frá ykkur og jólunum í Namibíu greinilega allir hressir og kátir. Við sendum ykkur bestu jóla og nýárskveðjur kveðjur frá Akureyri. Öll fjölskyldan er mætt í Bjarkarstíg níu og hálfur einstaklingur tekur þátt í geðveikinni hérna á heimilinu og getiði nú hver sá hálfi er? Allir hressir og kátir Dís þrælar okkur út í leikjum og tiltekt og Júnús og Tumi toppa geðveikina hérna. Páll á nú samt ráð við öllu með alskyns töflum þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig staðan er hérna. Það versta er að það vantar jólasnjóinn en kistan er full af mat þrátt fyrir kreppu.
Vonum að þið eigið gelðileg jól, bestu kvejður frá okkur öllum í Bjarkarstíg 3
Bjarkarstígur 3 (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 20:00
Stysta leið til manns
hvar sem er á jörðinni
er hlýleg hugsun.
Kær kveðja Lóla
Lóla (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:59
Takk, og sömuleiðis!
Erla perla (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 07:14
Sendum okkar bestu jólakveðjur heim á Bjarkarstíginn líka! Þið eigið von á glaðningi frá Afríku, sem er einhvers staðar á leiðinni. Hér er nú ansi mikið fjör á stundum, væri kannski gott að hafa smá safn af pillum líka, en við hlöðum batteríin á næturnar ef að flugurnar eru ekki of aðgangsharðar, svo að flestir eru komnir í góðan gír á morgni hverjum..
Lóla mín, við erum einmitt búin að hugsa hlýlega til þín þessi jólin, og vorum að plana að fá frekari fréttir af þér og þínu. Gaman að heyra frá þér, gleðileg jól!
Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 26.12.2008 kl. 20:05
Elsku Erla, Dabbi, Halli, Óskar og Stefán (skytturnar þrjár).......innilegar jóla- og áramótakveðjur, takk fyrir allt gamalt og gott - hafið það gott yfir hátíðirnar í hitanum....og vonandi sjáumst við hress í Nambibíu á komandi ári!!!!!
ástarkveðjur
Ása Dóra
Ása Dóra (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.