Á fyrsta degi jóla..

jul8

Á jóladag var íslenska hangikjötið snætt, en það var að sjálfsögðu skagfirskur eðalframhryggur sem var ljómandi ljúffengur. Í stað jólaölsins drukku hinir fullorðnu guinnes bjór í fanta orange, sem kom bara vel út í hitanum.

 

 

 

 

 

jul7

Stefán kunni vel að meta hangikjötið góða.

 

Svo erum við búin að taka því rólega, Halli hélt jólatónleika á nýja hljómborðið sem við keyptum um daginn. Þegar við fórum í jólapartý, var hljómborð á heimilinu og Halli settist við það svo sætur og fínn og hóf að spila óðinn til gleðinnar. Sektarkenndin steyptist yfir foreldrana, sem óðara fóru í næstu verslun og keyptu þetta dýrindis (já, það var sko dýrt) hljómborð svo að tónlistarmenntun barnsins gæti haldið áfram. Við rákumst svo á hjón sem búa í gesthúsinu á eigninni við hliðina á okkur. Þau eru prófessorar í rannsóknarleyfi hér og hún er prófessor í tónlist, svo að það er möguleiki að við getum fengið hana til að gefa Halla tilsögn næstu mánuði. Sjáum til með það.

Halli fékk hafsjó af bókum í jólagjöf og við hin njótum góðs af. Ég er t.d. að lesa drekasöguna Eragon meðan Halli nýtur þess enn að lesa Harry Potter en hann fékk sjöundu og síðustu bókina í jólagjöf.

Í gær hélt letilífið enn áfram, nema að við fórum í ræktina og svo út að borða. Í dag erum við að fara í fimm daga ferðalag, svo það mun ekki heyrast frá okkur fyrr en eftir áramót. Við erum að fara til Etosha og svo förum við væntanlega til petrified forest (Andrea og co., við látum ykkur vita af hverju við misstum þegar við villtumst í ferðinni okkar!). Gleðilegt nýtt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ fallega fjölskylda gaman að lesa sig tilbaka í blogginu og sjá jólin ykkar.  Njótið ferðalegsins og farið varlega, jólaáramótaknús á ykkur

Brynja (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:46

2 identicon

Alltaf yndisleg lesning.  Gleðileg jól kæru vinir :)

stína (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 03:35

3 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Gleðilegt nýtt ár elskurnar, gangi ykkur vel í ferðalaginum heyrumst á nýju ári;)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 30.12.2008 kl. 14:29

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!

Þar sem skil mín á jólakortum, hvort heldur er á pappír eða rafrænt voru með eindæmum slök þetta árið, þá vil ég líka nota tækifærið og óska ykkur gleðilegrar restar að norðlenskum sið. Það verða líklega ekki þrettándabrennurnar á hverri þúfu þar sem þið eruð nú stödd. Og líklega ekki klassískar íslenskar þúfur heldur, ef út í það er farið.

Vona að þið hafið það sem allra best og hlakka til að lesa frekari skrif.

Kær kveðja, Hanna & Co.

Jóhanna F. Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband