Nýtt ár gengur í garð

Nytt arNú er nýtt ár runnið upp. Við komum úr ferðalagi seinni partinn í gær og hamborgarhryggurinn strax settur í suðu.

 

Við dreyptum á freyðivíni og Halli og strákarnir fengu áfengislaust. Hér eru feðgarnir að skjóta tappa úr flösku.

 

 

 

 

Nytt ar 2Við vorum með partýbombur sem í voru kórónur, smádót og málshættir sem enginn skildi. Stefán tók smá snúning með íslenska fánann í tilefni dagsins.

 

 

 

 

 

 

Nytt ar 3
Óskar fékk skæri  í  bombunni sinni. Í bakgrunni er heimahannað og heimasaumað hús sem þeir fengu í jólagjöf frá Valdísi ömmu og fengu að taka upp á aðfangadagsmorgun til að stytta biðina.

Við vorum öll lúin eftir ferðina og fórum frekar snemma í bólið. Hér er bannað að skjóta upp flugeldum en það var sýning niðri í bæ sem maður heyrði óminn af þegar maður var að svífa inn í draumaheiminn.

Nýársdagur hefur verið rólegur. Við Dabbi fórum í ræktina í morgun á meðan Bjarni og Erla pössuðu strákana. Núna erum við búin að borða og flestir eru að taka eftirmiðdagsblund.

Gleðilegt nýtt ár, allir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár kæru vinir. Mikið er þetta allt yndislegt hjá ykkur. (Oh... ég er orðin svo miðaldra).

 Er á leið í matarboð til Lalla og Auðar með Hreinsa, Stínu, o.fl. og mun sjá til þess að skálað verði fyrir ykkur þar. 

 Geggjuð nýárs 2009 kveðja

Harpa og family (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:10

2 identicon

Ohh, hvað þið eruð yndisleg (ég er líka orðin miðaldra). Vona að skálin hafi verið kjarngóð og þess virði og að allir hafi skemmt sér hið besta í partýinu. Reyndar geri ég ekki ráð fyrir öðru. Sendi aftur nýárskveðju til ykkar þar sem þið eruð væntanlega að jafna ykkur eftir gærkveldið!

Erla perla (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 06:14

3 identicon

Mér finnst þetta líka yndislegt og er rosalega ung og fersk

Gleðilegt ár og ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með ævintýrum ykkar á nýju ári.

Kærar kveðjur, 

Dísa (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:24

4 identicon

ljómaaaandi gott að vera miðaldra, gott nýtt ár kæru vinir, með góðum skammti af ævintýrum og hamingju.  Krúttlegir strákarnir þínir;)

Brynja (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband