Jólaflandur
3.1.2009 | 06:57
Í síðustu ferð fórum við til Twyfelfountain og skoðuðum steinaristur San fólksins. Hitinn var ekkert yfirþyrmandi, bara þægilegur.
Hér eru ferðafélagarnir ásamt leiðsögustúlku að slappa af.
Strákarnir tóku sig vel út á meðal æfagamalla ristna.
Við vorum tvær nætur í skálanum að Twyfelfountain (aldrei þessu vant!). Við höfðum því tíma til að skoða okkur aðeins um á svæðinu. Við fórum að skoða Burnt Mountain og pípuorgelið, sem er óskaplega fallegt stuðlaberg sem á nú vel við okkur Íslendingana.
Nú er hásumar og þar að auki búið að rigna aðeins svo að skordýralífið er með því líflegasta. Þessi glæsilegi sporðdreki var á baðherbergisgólfinu okkar um morguninn. Davíð, sem hefur tröllatrú á eitri, spreyjaði hann vinstri og hægri. Næst þegar að var gáð var kvikindið þó ekki dautt, heldur farinn á flakk, og fannst hann undir handklæði sem lá á gólfinu.
Hann var sprelllifandi, og endaði sína sögu í klósettinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jiiihhhh Erla - þú lítur ekkert smá vel út.......vildi að ég væri hjá ykkur í sólinni núna ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.