Markaðsferð til Okahandja

market 3 Farin var markaðsferð til Okahandja á laugardaginn þar sem heimilisfólk og gestir versluðu á handverskmarkaðinum þar. Við fengum okkur fyrst hádegismat á veitingastað með rúmgóðu leiksvæði fyrir drengina. Halli var fjarri góðu gamni en hann fór í heimsókn til vinar síns á meðan við vorum út úr bænum. Okahandja er bær sem er í 40 mín. keyrslu norður af Windhoek og er miðstöð sölu handverks í Namibíu.

 

 

 

Market 4Veitinga- og gististaðir hafa margskonar gæludýr. Það eru hundar og kettir, en svo eru líka páfuglar eða zebra en hér var glæsileg skjaldbaka sem rölti að borðinu til okkar til að fá að snæða með okkur.

 

 

 

 

Það var svo mikið að gera á markaðinum sjálfum (ekki síst hlaupa á eftir drengjunum sem vilja allt skoða og snerta) að ég tók ekki myndir þar. 

 

 

 

Market 2 Við keyptum þennan glæsilega krókódíl til að hafa úti í garði, drengjunum til mikillar kátínu, enda eru þeir mjög hrifnir af krókódílum.  Þessi er viður í gegn, níðþungur og útskorinn. Mest af útskornum munum kemur frá Kavango héraðinu og Caprivi, enda er þar hitabeltisloftslag með regnskógi. (Umhverfisfræðingurinn benti nú á að þetta væri m.a. orsök gróðureyðingarinnar sem hann var að býsnast yfir í Kavango þegar við vorum þar). Mikið af munum eru listilega skornir út.

 

 

 

Market 5

Einnig er boðið upp á mikið úrval af körfum, en hjarta körfugerðarinnar er í Owambolandi, svo þær eru líka fluttar að norðan. Við keyptum þessar tvær sem nú prýða svefnherbergisvegginn okkar.

 

 

 

 

 

 
Market1

Ég keypti einnig óróa úr bananalaufum af dansandi konum, og svo þessar málmeðlur sem nú skríða upp veggina hjá okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár elsku fjölskylda. Glæsilegir munir sem þið hafið náð ykkur í af markaðnum. Hitti Gísla, æskuvin Dabba, í gær í sundi en hann fór að rifja upp ferð þeirra Dabba til Grikklands og hversu ástfanginn og friðlaus Dabbi var alla ferðina. Þetta var dásamleg lýsing og ljóst að Dabbi fékk sitt fram og lét stytta ferðina um viku til að komast aftur til sinnar heittelskuðu.

Linda (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:45

2 identicon

Elsku Erla mín gleðilegt nýtt ár og meigi það vera fullt af ævintýrum fyrir ykkur fjölskylduna í Namibíu. Ég er að lesa undir próf tek markaðfræði núna á föstudaginn svo fríið mitt er þannig séð búið en þó  er gott að vera bara heima að þessu. Fór norður um áramótin á alveg eftir að setja inn myndir og skrifa um þetta allt. Fékk Ása, Lindu og dætur í mat í gær svaka gaman en Linda fer út á fimmtudaginn með Auði. Hér er enginn snjór og því allt frekar dimmt hér og í dag var fyrsti dagur barnanna í skólanum og ég spái því að fólk fari fljótt í rúmið í kvöld hehe... knús til allra Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 19:14

3 identicon

Gleðilegt ár Erla og fjölskylda.

 Ég fengi taugaáfall í afrískum heimkynnum þínum, nóg þætti mér að vita af alskyns óskapnaði skríðandi úti um allt, en á veggjum og verönd.........þó steindautt sé fæ ég hroll frá hvirfli niður í iljar.  Alltaf sama klígjutrippið.

Systa (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:19

4 identicon

Gleðilegt ár, allar saman. Ég var búin að gleyma hvernig Dabbi rústaði Grikklandsferðinni fyrir Gísla og Gulla, sællar minningar. Það er gott að geta hlegið að þessu svona eftirá. Gangi þér vel í prófinu á morgun, Þórdís! Systa mín, það er bara ein leið til að yfirvinna svona klígjutripp, og það er að koma í smá sjokkmeðferð. Mæta bara og sleikja sólina og sjá hvort að þú kemst ekki yfir þetta.
Venst eins og skot, ekki síst fyrir svona hughrausta konu eins og þig. Sólin, fuglarnir, blómin, pálmatrén og krybbuhljóðin skemma ekki fyrir. Svo ég tali ekki um menninguna, mannfólkið, dýralífið og náttúruna. Held að það væri verðugt verkefni, þú ert velkomin hvenær sem er!!

Erla perla (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband