Jólin og gestir á brottu

Við fylgdum gestunum á flugvöllinn í gær eftir góða dvöl sem hefði vel mátt vera aðeins lengri. Jólatréð var tekið niður á þrettándann, ekki síst vegna þess að Óskar fór í Indiana Jones leik með bróður sínum og snaraði tréð, veti því um koll og dró allgóðan spöl við talsverða hrifningu frá eldri bróður sínum. Þá var kominn tími til að koma því niður í kassa.

Nú er hversdagslífið byrjað, drengirnir eru komnir í skólann og Óskar og Halli eyddu öllum eftirmiðdeginum í lærdóm, en Halli er að fara í frönskupróf á morgun. Hann er núna að dunda sér við að taka próf í brotareikningi, sem þau eru byrjuð á í skólanum. Hann lærði undirstöðuatriði vistfræði í fyrra, en hefur samt komist að þeirri niðurstöðu að heimurinn yrði betri ef að moskítóflugur væru ekki til.  Umhverfisfræðingurinn hefur komist að sömu niðurstöðu um vespur og æddi um allt með eiturbrúsa í báðum höndum eftir að við komum úr ferðalagi. Hann eyddi nokkrum búum, og einu sem var orðið allstórt á þessari viku, undir skyggninu okkar, við veröndina. Ástæðan fyrir þessari herferð Dabba er að hann var sjálfur bitinn úti í garði (af rauðri vespu) og mun ekki sofa rótt fyrr en kvikindin eru alfarin úr næsta nágrenni. Búin eru eitruð, skafin burtu og/eða brennd.

Stebbi
Hér er minnsti prinsinn í miðdegiskaffi. 

Óskar er búinn að ákveða að verða geimfari þegar hann verður stór, en telur vissara að Stefán verði eftir heima í geimferðunum því að hann geti kannski fiktað í stjórntækjunum. Ég held að það sé mjög skynsamleg ákvörðun, amk. þangað til að við sjáum hvort að tækjafíknin hjá Stefáni muni dala eitthvað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjað flott útlit á síðunni.Til hamingju með það! 

 Góð framtíðarplön hjá Óskari. Skynsemi hans er greinilega mikil varðandi  takkafikt litla bróður vissulega gæti orðið fatalt í geimferð. 

Harp Rut Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:39

2 identicon

Já, takk, ég þarf bara að gefa mér tíma til að laga þetta aðeins til, mér finnst skemmtilegra að hafa þrjá dálka.

Það merkilega með Óskar var að hann hugsaði sig vel og vandlega um þegar ég spurði hvort að hann ætlaði ekki að taka Stefán með. Þetta er mjög skynsamlegt hjá honum. 

Erla perla (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband