Pizzupartý

pizza1

Vinur Halla var í næturheimsókn og við höfðum pizzupartý í gær þar sem strákarnir bjuggu allir til sínar eigin pizzur. Hér er heimild frá pizzugerðinni, sem gekk í alla staði mjög vel.

Svo horfðum við á Eragon um kvöldið, en Halli fékk tvö fyrstu bindin í jólagjöf, svo að ég las þær bækur yfir jólin. pizza2

Hér eru félagarnir, Halli og Erik með pizzurnar sínar. Þeir veiddu litla kónguló í garðinum sem þeir eru vissir um að sé baby tarantula. Hún er komin í dollu, með skordýrum sér til ætis og var á matarborðinu hjá okkur í gær. Þeir hyggjast taka hana með sér í skólann á mánudaginn til að sýna bekknum, og þá er kannski hægt að fá áræðanlega greiningu á kvikindinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhm, nú eru sumir fjarri góðu gamni!

Ástarþakkir til ykkar allra fyrir yndislega samveru, allt stjanið við okkur, góða matinn, spilamennskuna (Halli minn og Óskar) og síðan en ekki síst, allan akstur og frábæra skipulagningu í ferðunum okkar ógleymanlegu. Erum búin að liggja yfir myndunum síðan við komum heim.

Saknaðarkveðjur

"hin" Erlan

Erla (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:00

2 identicon

Já, við söknum ykkar svo sannarlega. Nú er tómlegt í kotinu, allir drengirnir í burtu og Leja í fríi. Þið verðið bara að fara að plana næstu ferð fljótlega!

Erla perla (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 07:27

3 identicon

humm stuð að borða með svona kvikindi á borðinu hehe.. ég náði prófunum bara með stæl og er sátt með meðaleinkunn rétt tæplega 8 gæti ekki verið betra. Er svo byrjuð á fullu tek stjórnun, rekstrargreiningu, þjóðhagfræði og fjármál og er bara spennt finnst stjórnun þó líklega mest spennandi af þessu öllu. Úti er æðislegt verður kalt og bleikur sólarroði yfir fjöllunum. Ég er komin af stað í ræktinni en þannig er að við ætlum að fara saman 3 og fleiri í Laugar um leið og skóla líkur og svo heim að læra aðeins að hreyfa okkur gerðum ekki mikið af því á síðustu önn og það tók sinn toll. Planið er að hitta aðeins meira af fólki á þessu ári eins og t.d. Systu sem ég hef ekki séð lengi og gaman væri að sjá Fanneyju og Herdísi við tækifæri. Hafðu það gott í hitanum væri alveg til í að vera komin til þín kv Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:18

4 identicon

Hæ Erla mín, gaman að rekja sig til baka í blogginu og sjá hvað á daga ykkar hefur drifið, spennandi líf sem þið lifið og strákarnir ykkar svo duglegir.  Knús á ykkur

Brynja (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband