Dance your spik away

Það er alltaf gaman á hlaupabrettinu í ræktinni. Í dag fór náunginn á brettinu við hliðina að dansa af innlifun á brettinu, og í huga mér komu myndir frá Owambolandi þar sem fólk var að dansa við vegabrúnina, á meðan það var að rölta á milli staða. Mjög skemmtilegt. Annar bætti svo um betur og fór í svona opnum sandölum með bandi á milli tánna á brettið og stóð sig bara nokkuð vel, a.mk. komst hann óskaddaður frá hlaupunum. Ég sem á í erfiðleikum með að keyra bílinn minn í slíkum sandölum, þó að æfingin skapi meistarann í því sem fleiru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaa þetta er eitthvað sem þú ætti að þróa með þér að leika eftir, dansa á hlaupabrettinu, góð tilbreyting, langar að prófa sjálf en óttast alltaf mest að missa fótanna á svona tryllitæki og þeisast af brettinu á lítinn glæsilegan hátt,  samt mig langar alltaf að dansa...man alltaf þegar þú kenndir mér nokkur spor sem eru einhverra hluta vegna einu danssporin sem mér tekst að muna af öðrum kenndum.

Brynja (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:57

2 identicon

hahaa þetta er eitthvað sem þú ætti að þróa með þér að leika eftir, dansa á hlaupabrettinu, góð tilbreyting, langar að prófa sjálf en óttast alltaf mest að missa fótanna á svona tryllitæki og þeisast af brettinu á lítinn glæsilegan hátt,  samt mig langar alltaf að dansa...man alltaf þegar þú kenndir mér nokkur spor sem eru einhverra hluta vegna einu danssporin sem mér tekst að muna af öðrum kenndum.

Brynja (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:59

3 identicon

 Mér finnst þetta massa kúl. Gott ef menn kunna að hafa gaman af púlinu. Segir manni líka að þetta er mikið spurning um vilja, hvort maður vill mæta í ræktina... óháð útbúnaði og fleiri hlutum sem manni finnst lífsnauðsynlegar.

Harpa Rut (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:07

4 identicon

Mér finnst einmitt miklu skemmtilegra að dansa en að vera á brettinu og oft alveg jafn mikil brennsla. Mæli með salsa í staðinn fyrir brettið ;)

Linda (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband