Bolla, bolla
24.2.2009 | 06:37
Haldið var upp á bolludaginn í Windhoek, en reyndar á sunnudaginn. Og hér fást líka St. Dalfour gæðasultur, alveg eins og heima.
Við Halli bökuðum þessar gómsætu vatnsdeigsbollur, sem við snæddum svo úti á palli með rjóma, sultu og ekta súkkulaði. Drukkum svo kakó með rjóma með.
Stefán kunni vel að meta veitingarnar.
Allir urðu vel klístraðir, eins og vera ber.
Við erum komin með nýja myndavél í stað þeirrar sem stolið var svo að nú fara væntanlega að birtast aftur myndir úr daglega lífinu á blogginu mínu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.