Gatan mín

Ég tók mér pásu frá lestri í morgun til að skreppa út í búð til að kaupa nauðsynjar. Þetta blasti við mér, við enda götunnar okkar.Regn 1

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur rignt mikið síðustu vikur. Jafnvel búarnir, sem kvörtuðu sem sárast yfir að það rigndi ekki, eru nú farnir að kvarta yfir að það rigni of mikið.

Jarðvegurinn er gjarnan leirkenndur tekur illa við vatninu og því myndast þessi fljót eins og þetta í götunni okkar. Í gær var rigning, og ég skellti mér yfir, þrátt fyrir að malbikið væri farið að flagna af. Í dag er hæpið að fara nokkuð.Regn 4

 

 

 

 

 

 

 

 


Héðan kemur vatnið, sem getur komið langan veg. Í fátækrahverfinu skolaði bíl í burtu eina nóttina, sem lagt hafði verið í lægð. Fólk má einnig passa sig þegar það fer í útilegu því að oft er tjaldað í árfarvegum, og svo kemur fyrirvaralaust vatnsflaumur sem hrífur allt og alla með sér. Kannski rignir ekki einu sinni í nágrenninu, heldur einhvers staðar langt í burtu. Það er margt sem má varast.Regn 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þarna steypist vatnsflaumurinn niðureftir.Regn 2

 

 

 

 

 

 

 

 


Fyrir kunnuga má upplýsa að þetta eru gatnamót Von Eckenbrecher st. og Nelson Mandela. Ég varð að sjálfsögðu að snúa til baka og leggja leið mína í aðra verslun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, við sem  þekkjum gatnamót Von Eckenbrecher og Nelson Mandela  og nágrenni einungis á þurrkatíma eigum dálítið erfitt með að skilja hvaðan allt þetta vatn kemur, því þarna var ekki  deigan dropa að sjá svo langt sem augað eygði. Raunar sáum við  nú hvergi vatn nema í krönum. Allar brýrnar sem við sáum yfir ekki neitt, hafa líklega komið sér vel núna. En við sjáum á myndunum þínum, að pallurinn stendur sem betur fer enn þá  uppúr og sólin skín glatt. Ljós punktur. ekki satt.

Bestu kveðjur úr Stuðlaseli.

P.s. Hér er rigning og hrakviðri ef það má verða ykkur til huggunar.

bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:28

2 identicon

Ótrúlegt. Hlökkum náttlega mest til að sjá þetta með eigin augum, þ.e. ef við lifum (eins og mamma vinkonu minnir segir alltaf í lok allra yfirlýsinga um framtíðarplön).

Harpa og Adam (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband