Helgarferð til Swakopmund

Santiago, strákurinn hennar Leju hélt upp á 4. ára afmælið sitt um helgina, og var það í fyrsta skipti sem haldið var upp á afmælið hans. Ég bakaði þessa heljarinnar nammiköku sem Leja tók með sér heim um hádegisbilið. Svo héldum við af stað til Swakopmund, enda komin með nóg af rigningunni hér í borginni.

Swakop 1Út við ströndina var hlýtt og gott. Við fórum með hollensku vinafólki okkar sem á tvo stráka á aldur við Halla og Óskar, og gistum á skemmtilegu gistiheimili við Swakop ána, um 20 km. frá bænum. Ótrúlega barnvænt, enda gott að vera í eyðimörkinni sem er einn alsherjar sandkassi.

Það var smá vatn í ánni, aldrei þessu vant, sem er þurr mestan tíma ársins. Jan hin hollenski tók daginn snemma og var búinn að festa jeppann sinn klukkan hálf átta í drullu og geri aðrir betur. Við keyrðum svo saman upp eftir ánni, þar sem er geysifallegt. Hér er Jan að skoða hvar best er að keyra yfir.

Swakop 2Við áðum undir tré á leiðinni, og hér eru Óskar og félagi hans Rueben að klifra í trénu.

 

 

 

 

 

Swakop 3Stefán tók sig líka vel út í auðninni. Þeir Namibíumenn kalla þetta tungllandslag, enda líkist þetta eilítið því sem við þekkjum frá Öskjusvæðinu.

Swakop 5

Og hér eru þeir feðgar. Eins og sést kannski er orðið sæmilega heitt, enda sólin nánast beint yfir höfðum okkar.

 

 

 

 

 

Swakop 6
Svo skelltum við okkur í fjallgöngu, og þá er vissara að hafa vatn við höndina.

p>

Swakop 8 

Svo voru tveir hundar með í för, sem var orðið ansi heitt af hlaupunum.

 

 

 

 

 

 

 

Swakop 7

Hér má sjá ganga liggja þvert í gegnum fjöllin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómæ hvað þessir drengir eru sætir allir saman. Þetta hlýtur að vera álag fyrir þig Erla mín, að hafa alla þessa fegurð í kringum þig allan sólarhringinn. Ógó skemmtilegar myndir allar þó hundurinn heilli mig lítið.

Harpa Rut Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:37

2 identicon

Hæ elsku snúllusprúllan mín.....og tusen tak fyrir skrifin þín á síðuna mína - og váá hvað er erfitt stundum að hafa sig í hlutina - en nú tókst það!!! Ég er búin að uppfæra síðuna mína og svo er bara að standa við stóru orðin um reglulegt bloggeríí ;o)

Mikið er alltaf annars gaman að lesa bloggið þitt - og skoða myndirnar - myndin af Dabba og Stefáni er agalega óraunveruleg by the way - ertu viss um að þeir séu ekki fótósjoppaðir inn í landslagið hahahah.....en svona er þetta greinilega í Afríkunni ;o)

Hvernig er það annars - HVENÆR ER ÁÆTLUÐ HEIMKOMA??

Ása Dóra (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:55

3 identicon

æjjjj ég ýtti óvart á enter - ætlaði nú bara að bæta þessu við:

.....hvað hef ég ennþá langan tíma til að vinna í lottó/safna áheitum til að komast til ykkar í sólina??

knúsaðu og kysstu alla familíuna frá mér (ekki gleyma þér sjálfri hehe) - ég sakna ykkar agalega hérna þar sem ég sit með rautt nef í vetrarríkinu á Hvanneyri (já hey hvernig væri nú að fara að taka myndir til að sýna þér - svona til að reyna að vekja upp smá heimþrá hahaha - set það á "to do" listann minn).....

knús og kossar...

Ása Dóra (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:00

4 identicon

Við komum heim í lok júní væntanlega, nánari dagsetning verður ákvörðuð í vikunni. Verðum í 4 til 5 vikur. Hlakka til að hitta alla, og sjá íslensku náttúruna í sumarskarti. Nú erum við búin með ár af dvölinni, og annað ár eftir, í það minnsta svo að þú hefur ennþá smá tíma. Vona að það séu ekki allir of þjakaðir af kvefi og pestum heima... maður fyllist nú ekki heimþrá að sjá myndir úr veðrinu og slabbinu heima.
Dabbi og Stebbi eru nefninlega í hálfskugga undir tré þegar myndin er tekin og þess vegna kemur ekki skuggi á andlitið á þeim og þeir koma svona vel út, alveg eins og fótósjoppaðir.

Erla perla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband