Sól og sumar á ströndinni

Strond 3

Nú hefur rignt nánast linnulaust síðan við komum aftur til borgarinnar, svo að við vorum glöð að hafa fengið sól í kroppinn úti við strönd. Það hefur ekki rignt svona mikið í manna minnum, þó að það hafi rignt mikið á regntímanum í fyrra, þá slær þessi öll met.

Aftur að ferðalaginu. Við fórum að sjálfsögðu á ströndina líka. Stefán varð svo glaður að hann hoppaði og skoppaði út um allt eins og kýr að vori. Strond 1



Sumir aðrir voru ekki alveg eins fjörugir, en Davíð og Jan fengu sér báðir fegrunarblund í sandinum og sváfu heillengi.

Strond 4Hér eru yngri drengirnir, erfiðara er að ná mynd af Halla, sem er gjarnan kominn hálfa leið á haf út. Reyndar er aðgrunnt, svo að gott er fyrir krakka að leika sér í öldunum. Yngri drengirnir eru í sundgöllum, eins og flestir krakkar hér, enda eru þeir hentugir því þeir veita góða vörn gegn sólinni. Strond 2

Strond 5

Hundarnir hafa jafn gaman að því að leika sér á ströndinni og mannfólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahah aðeins öðruvísi veðurfarslýsingar í bloggfærslunum þínum en mínum þessa dagana ;o)

heyrðu mamma þín var að leiðrétta mig með að það er bara ár síðan þið fóruð út - mér fannst þau endilega vera að verða tvö!!! Það þýðir að ég hef ennþá einhvern tíma til að láta mig dreyma - og vonandi hrinda því í framkvæmd að heimsækja ykkur - ég kaupi mér alltaf lottómiða af og til heheheh.....

kv. Ása D.

Ása Dóra (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband