Sullumbull

Sull 1

 

Þegar við vorum í Swakopmund fórum við í gögnutúr í sólinni og hér má sjá Swakop ána, sem vanalega er ekkert vatn í, en núna líður hún áfram í rólegheitum. Ekki hefur rignt meira í 80 ár, og nú eru komin flóð uppi í Owambolandi. Þá er alltaf hætta á kóleru, og svo grasserar malarían náttúrulega. Einhvert túristaskinn missti jeppann sinn í á, því að það fossaði fram vatn akkúrat þegar hann var að fara yfir einhverja sprænuna, og hreif jeppann með sér.

Sull 2

 Hér erum við drengirnir að dáðst að náttúrufegurðinni.

Sull 3

Svo þurfti náttúrulega að prófa hvað vatnið var indælt. Hér er útkoman hjá Stebba greyjinu sem flaug náttúrulega strax á hausinn á hálum árbakkanum. 

Sull 5

Hinir tveir voru ekki alveg eins ósáttir við þetta, og enduðu í drulluslag með félögum sínum. Hér eru Halli og Óskar.

Annars er nú ekki mikið að frétta héðan. Flóðhestur drap mann uppi í Okawango á föstudag, og fór ansi illa með hann, en þetta eru skaðræðisskepnur. Mætti bara í býtið í bakgarðinn hjá honum, svo að manngarmurinn fór út að athuga hvaða þrusk væri við húsið hans. Hesturinn var svo skotinn og sýnt í sjónvarpinu þegar þorpsbúar voru að skera hann niður, það var ansi keimlíkt því þegar hvalur er skorinn niður, enda eru þetta heljarinnar ferlíki með þykkt lag af fitu undir þykkri húðinni.

Svo er Hreinsi að koma á fimmtudag, og við bíðum spennt. Við förum þá öll í viku ferðalag upp í Epupa sýslu, alveg í norðvesturhluta landsins. Þar getum við skoðað þróunarverkefni, Epupa fallst og fengið að kynnast óbyggðunum af eigin raun. Vona bara að rigningin eigi ekki eftir að reynast farartálmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira ævintýralífið hjá ykkur og gaman að sjá myndir sem oftast. Ég er auðvitað bara á kafi í skólanum en það gengur vel en ég hlakka til að fá sumarfrí úff.. Kemur þú eitthvað í sumar?

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 20:55

2 identicon

alltaf svo gaman að sjá myndir, vona bara innilega að þið fáið ekki flóðhest í heimsókn, kraaam

Brynja (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:09

3 identicon

Já, þetta er spennandi. Við erum núna komin heim og erum að halda af stað aftur í helgarferð á búgarð og svo niður á strönd. Við komum öll heim í lok júní og verðum í heilan mánuð. Set inn meiri myndir þegar við komum til baka. Bless í bili!

Erla H (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband