Á þeytingi
21.3.2009 | 08:30
Við erum komin heim úr viku túr til Kunene. Ferðin gekk vel í alla staði þó að margir kílómetrar hefðu verið lagðir að baki, en það eru litlir 750 km. upp til Opuwo þar sem við vorum mestan tímann. Veðrið var heldur kaldara í borginni, en það er amk. hætt að rigna og ekki skýhnoðra að sjá á himni.
Við erum aðeins búin að rétta úr okkur í millitíðinni, náðum að setja í vél og náðum að skila skattaframtalinu á sléttum 12 mínútum, enda ekki neinar viðbótarupplýsingar til að setja inn. Hefði efalaust tekið styttri tíma ef tölvutengingin væri aðeins hraðari.
Núna höldum svo á safaríbúgarð þar sem við náum hádegisverði í dag og svo getur Hreinn farið í safarí vinstri og hægri með ólíkum kandídötum. Síðan verður haldið þaðan niður á strönd á morgun. Set inn línur þegar við erum komin til baka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.