Fjórhjólaferð í sandinum

fjorhjol 1

Við skelltum okkur í fjórhjólaferð í Namib eyðimörkinni, rétt við Swakopmund. Hér eru hjólakapparnir með leiðsögumanni.

fjorhjol 3

Litlu drengirnir fengu að sjálfsögðu að fljóta með, og skemmtu sér hið besta.

fjorhjol 2

Hér eru svo ferðalangarnir í pásu frá keyrslunni.

 

 

 

 

fjorhjol 4

 

 

Ég byrjaði ferðina með Óskar og tók svo Stefán á hjólið mitt á leiðinni til baka. Hann var orðinn hálf syfjaður á þessari keyrslu og var farinn að sitja eins og móturhjólakappakstursmaður, með höfuðið á bensíntanknum og fæturna aftur á sæti. Honum tókst þó ekki að sofna, enda mikill hristingur.

Dabbi Swakop 060

 

 

 

 

 

Svo þegar við tókum pásu ráfaði Stefán út í eyðimörkina, þið sjáið ef til vill að hann stefnir í stóra holu, sem þrælerfitt var svo að koma honum upp úr. En það hafðist að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið lítið ekkert smá kúl út á myndinni. Ég segi nú bara að það er eins gott að þið keyptuð ykkur nýja myndavél til að ná mynd af þessu svala gengi. Mér finnst Stefán mega svalur að rölta bara einn út í eyðimörkina. Það var þó vissulega gott að þið höfðuð töluna á börnunum svo að þið áttuðuð ykkur á að fara og bjarga honum. Það hefur líklega verið ókeypis líkamsrækt dagsins, í boði Stefáns.

Harpa skarpa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Já, maður vanmetur gjarnan hvað það er erfitt að baslast í sandi sem alltaf gefur undan og með barnið í eftirdragi í þokkabót. Hin besta líkamsrækt, en Stefán vildi nú bara halda áfram að leika í þessum fína sandkassa, enda sjaldan sem maður kemst í tæri við svona stóra og fína sandkassa!

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 31.3.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband