Af kosningu, ráni og brimbrettagæjum
2.4.2009 | 16:02
Við hjónin kusum til Alþingiskosninga í sendiráði Íslands í Windhoek í morgun og þá er því verki aflokið. Það vildi svo til að á sama tíma í spilasal (gambling house) rétt við hliðina, einnig á International avenue, átti rán sér stað. Sex glæponar rændu staðinn en einhver náði að kalla til lögreglu í tíma. Hún var búin að koma sér fyrir fyrir utan staðinn og skaut þá bara þegar þeir komu út, einn af öðrum. Fjórir látnir og hinir tveir særðir. Mjög röggsamir, laganna verðir. Glæpir eru í uppsveiflu, svo að fólk er ánægt með lögregluna þegar þeir ná að murka lífið úr sakamönnum. Ekkert verið að hafa fyrir að rétta yfir fólki eða spreða í fangelsiskostnað og svona.
Annars minntist ég á bretti og sjóinn í síðustu færslu, en um daginn fórum við að sjálfsögðu á ströndina að leika okkur og Halli og Óskar voru með ný bretti sem tekin voru í notkun. Halli fór í öldurnar og Óskar í flæðarmálinu, en skemmti sér engu að síðar hið besta.
Við fórum á Lönguströnd, tókum með okkur dýrðlega góðar pizzur og snæddum á ströndinni. Þarna er nú ekki mikið af fólki, bara við Stefán eins langt og augað eygir.
Við Óskar gerðum líka listaverk í sandinn með tásunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Athugasemdir
Bleeesssuð sæta skvísa og co.....
vá hvað eru yndislegar myndirnar af ykkur þarna á ströndinn - hvað kemur eiginlega til að enginn sprangar þarna um...eru það bara sóldýrkandi íslendingar sem grípa svona tækifæri - allir þreyttir á sólinni eða??
takk fyrir innlitið á síðuna mína og endilega haltu áfram að pota í mig fyrir að blogga ekki - það er baaaara gott ;o)
Annars er ég að byrja í enn einu átakinu - og nú skaaaal það takast - ég sé að þú ert orðin svo slank og fín þarna í sólinni - ekki hægt annað en að sýna lit hérna uppá skeri - ég lofa að vera dugleg að henda inn upplýsingum á bloggið mitt (heheh hefur einhver heyrt þetta áður )....
knús og kremjur frá Vindeyrinni......(rok og rigning hér núna - stórhríð í gær - veit ekki hvernig verður á morgun - líklega sól og sumarylur heheheh ;o))
Ása Dóra (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:45
það eru andstæðurnar sem endranær hjá ykkur Erla mín, skotbardagar og fjöruferðir, yndislegar myndir þessi strönd fær mann til að dæsa. Knús á ykkur
Brynja (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.