Afmælisboð

Oskar afmæli 3

Við áttum annríkan laugardag. Halli keppti leik í götukeppni fótboltaliða og við fjölskyldan fórum á leikinn ásamt Erik, vini hans Halla. Hér eru litlu guttarnir að búa sig undir að hlaupa niður brekku á meðan við vorum að bíða eftir að leikurinn byrjaði.

Oskar afmæli 4

Veðrið er svo frábært á þessum árstíma, ekki of heitt og ekki of kalt.

Oskar afmæli 2

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo á Óskar afmæli á fimmtudaginn en við héldum afmælisveislu á laugardaginn því að Rúnar Atli og fjölskylda eru að fara í ferðalag. Við bökuðum pizzu og höfðum nammiköku.

Oskar afmæli 5Hér eru svo hollensku vinir okkar.

Oskar afmæliÓskar kann vel að meta lego, og fékk fullt af því í afmælisgjöf. Hér eru Erik og Óskar að koma legoflugvél saman. 



Óskar fékk svo magapínu í gærkvöldi  og er því heima í umsjón móður sinnar í dag, á  meðan Stefán og Halli eru í skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vááá þeir spretta sko vel drengirnir ykkar!!

Til hamingju Óskar minn með afmælið á fimmtudaginn - hvað verðurðu eiginlega gamall?? Mér finnst svo agalega stutt síðan þú skoppaðir yfir til mín og kallaðir "Ása mín" inn um bréfalúguna hjá mér - hahah....

hafið það rosalega gott - ég hlakka svo MIIIIKIÐ til að hitta ykkur í sumar !!!!

kv. Ása D.

p.s. Erla - ertu búin að sjá hvað ég er búin að vera dugleg að blogga???

Ása Dóra (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 03:25

2 identicon

Komin norður til að eyða páskunum þar. Rósa Rut er á landinu og ég hlakka til að sjá hana. Ég tók próf í gær í rekstargreiningu og ég held ég hafi nú náð því. Næsta próf er svo ekki fyrr en 20 apríl svo það er smá pása. Hlakka nú mikið til að fara í sumarfrí og hitta þig þá :-)

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:26

3 identicon

Gleðilega páska elsku Erla, Dabbi, Halli, Óskar og Stefán - mig dreymdi að ég væri hjá ykkur (reyndar voru einhver ljón að þvælast í kringum okkur, þannig að þetta var pínu scary draumur).........vona að þið hafið það gott og hlakka til að heyra frá ykkur!!!

kv. Ása "frænka"

Ása Dóra (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband