Gleðilega páska!

Paskar 1

Við höfum tekið því rólega um páskana, ekkert farið út úr bænum eins og meginhluti hvíta samfélagsins virðist hafa gert. Amk. er mjög dauft yfir borginni, en hún er aldrei yndislegri en þá. Á páskadag buðum við næstu nágrönnum okkar í lambahrygg, en það eru þau Grayson og Myrna sem eru bandarískir prófessorar sem eru að kenna við University of Namibia og eru hér í sex mánuði. Þau koma á vegum frjálsra félagasamtaka sem styrkja fræðafólk til kennslu í þróunarlöndunum. Hann er lífefnafræðingur og hún tónlistarfræðingur. Það er ótrúlega gaman að spjalla við þau, enda hafa þau frá mörgu að segja, hafa búið í Zimbawe í 8 ár og svo í Suður Afríku. Það eru margar skrautlegar sögurnar úr háskólanum, en grunnnámi er ákaflega ábótavant og því hafa nemar slakan grunn til framhaldsnáms. Einungis um 3,8% nema ljúka prófi til að komast inn í háskólanám því brottfall og fall veldur því að flestir detta út áður en þeir ná 12. bekkjar prófum. Afrísk tímaskynjun veldur því t.d. að margir nemar (og reyndar kennarar líka!) eiga erfitt með að mæta í tíma.

Paskar 2 

Í gærmorgun var eggjaleit hér innanhúss og í morgun fengu strákarnir páskapakkana frá Bjarna og Erlu. Stefán tók andköf af gleði þegar hann fékk latabæjarlímmiða í hendurnar enda einlægur aðdáandi Íþróttaálfsins.

Svo var hinn eiginlegi afmælisdagur hans Óskars í vikunni. Hér má sjá hvað hann varð gamall.

Hann fór með köku og góðgæti í skólann handa bekkjarfélögunum. Þar var líka eggjaleit svo að það voru örugglega margir krakkar í vænu sykursjokki svona rétt fyrir páskafríið.

 Paskar 3
Hér er afmælisbarnið að blása á kertin - aftur.

Hann er að læra að skrifa litla stafi í skólanum og svo er hann farinn að lesa Gagn og gaman hér heima, en allur ættboginn hefur lært að lesa með þeirri bók og engin ástæða til að hverfa frá þeirri hefð. Óskar og Stefán eru einnig orðnir nokkuð sleipir í enskunni. Hún blandast stundum skemmtilega við íslenskuna þrátt fyrir gallharða málverndarstefnu á heimilinu. Veit t.d. einhver hvað þetta þýðir: hvað heppnaðist fyrir þig??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Óskar. Við hlökkum til að hitta þig í sumar og leika. Það verður geggjað gaman.

Tindur og Orri (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:24

2 identicon

ÚPs. Tindur er frekar fúll út í mig fyrir að gefa honum ekki afmælisgjöf. Það verður bara að koma seinna.

Tindur og Orri (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:24

3 identicon

Til hamingju með afmælið Óskar. Kíki hér reglulega þótt ég hafi misst náttúruna fyrir bloggskrifum í bili.

Linda (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband