Maurar, maurar og aftur maurar

Baráttan við maurana er að vinnast. Við höfum verið löt við að eitra, enda ekki vön að vera með úðabrúsa vinstri og hægri (auk þess sem viðkvæma blómið hann Dabbi er með ofnæmi fyrir eitrinu og þolir ekki við þegar verið er að eitra). Mauraplágan var farin að keyra um þverbak, svo að eitrið var tekið upp.

maurar 001

Í kjölfarið eru  þeir búnir að liggja eins og ský við alla veggi og á gólfum, í milljónatali. Sokkar heimilisfólks verða svartir á iljunum af maurum. Svo slæðast stærri maurar inn á milli svo Halli hefur verið bitinn nokkrum sinnum. Alltaf koma fleiri kvikindi. Eftir margar eiturumferðir og þrif inn á milli, þá held ég að þetta sé að hafast. Við höfum mokað þeim upp í fægiskófluna, og ef þeir eru með lífi fara þeir í klósettið, annars í ruslið.

Þeir halda sig bakvið gólflista og undir gólfinu. Hér eru myndir af síðustu (vonandi) fórnarlömbunum í þessu stríði, sem gefur kannski smá innsýn af því hvernig ástandið hefur verið, þó að þetta sé nú bara smáræði miðað við hvernig þetta var um helgina.

maurar 002Annars er Leja líka búin að standa í mjög öflugri baráttu við eðlu sem kom sér fyrir undir vaskaskápnum og fór að fjölga sér. Þetta er ekki svona sætar geckos, sem hlaupa veggina og eru mestu nytsemdarskepnur, heldur stærri kvikindi. Litlu eðlunum nær hún með eitri og notar svo rottueitur á stóru mömmu. Hún hefur ekki náðst ennþá svo vitað sé, en ég vona að hún hafi amk. flutt sig um set.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vó!

Harpa Rut (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband