Lake Oanob
27.5.2009 | 07:16
I nágrenni Windhoek er eru margir skemmtilegir staðir, en við fórum á einn þeirra á fimmtudaginn sem heitir Lake Oanob. Þetta er manngert vatn/stífla með kofum á bakkanum, og svo er boðið upp á vatnsíþróttir. Þetta er bara í 40 mín. ferð frá borginni, sem þykir nú ekki neitt hér um slóðir.
Hér eru litlu guttarnir að gefa öndum og gæsum eftir sundsprett í lauginni (ekki alveg eins og við tjörnina í Rvk, eða hvað?)
Á meðan var Halli í ævintýramennskunni. Hér er hann á gúmmítuðru sem dregin er á ofurhraða af hraðbát. Mjög í anda Halla. Báturinn þurfti að stoppa því að þeir héldu að Halli væri að grenja svona hátt, en hann var bara að veina af adrelínkikki.
Við hjónin rifjuðum upp að við höfðum ekki farið á kajað eða kanó síðan í Kanada, svo að fjölskyldunni var allri hlaðið í einn kanó og haldið af stað út á vatn. Það eina sem rauf sveitasæluna og fuglasönginn við vatnið eftirmiðdaginn þann var rifrildið hjá þessum tveimur, en Stefán gat illa valdið árinni sinni og barði Óskar ítrekað í höfuðið, sem skammaði bróður sinn miskunnarlaust á meðan Dabbi reyndi að stilla til friðar. Það var ekki friðsælt síðdegið hjá gestunum við vatnið, en við hin nutum þess að reyna okkur við róðurinn enda alvön svona temmilegum látum.
Hér er svo framvarðarsveitin, með Halla fremstan.
Nú er dagur að kveldi kominn, við grilluðum svo í góðum félagsskap í næsta bústað, þar sem Halli fékk að sofa hjá vinum sínum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Stuð, kannast við svona rifrildi sem eru sem betur fer að verða að mestu búin hjá mér og mínu fólki.. Sit og er að læra undir síðasta prófið mitt og vona að ég nái því. Er búin að vera löt á ekki skilið að ná því nema rétt svo hehe.. Fer svo til Brynju á fimmtudaginn og verð við útskrift hennar og næ viku þar á bæ.
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:01
Oh, ég er gul og græn, væri alveg til í að vera að fara til Svíþjóðar að sitja undir einsog einnig mastersvörn og taka svo þátt í gleðinni á eftir. Góða skemmtun - þú ert örugglega nákvæmlega núna í prófinu, svo ég sendi þér góða strauma, vona að þeir berist til þín í tíma.
Erla perla (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:52
Frábær ferð greinilega - skil vel að Halli skyldi arga úr adrenalínsspennu hahahah.....
hvenær lendirðu á klakanum væna mín - og kemur ekki öll fjölskyldan??
Ása Dóra (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 23:41
hahahah ég var að lesa athugasemdir ykkar Hönnu hérna neðar - mikið agalega hefur þetta verið gaman þarna í ánni !!!!
Og by the way - þú ert gjörsamlega að hverfa stelpa - vááá hvað ég hefði gott af því að bráðna í Afríku í smá tíma hahahah.....
verðum í bandi með BS verkefnið mitt bara þegar þú kemur - ég er ekki ennþá búin að fá grænt ljós á það hvort eð er.....
knús og margir kossar frá eyrinni vindasömu í Borgarfirðinum ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:24
Ekkert mál, plönum verkefnið í bak og fyrir þegar ég mæti á svæðið. Kem þann 20. júní, en er ansi upptekin alveg fram yfir helgina á eftir. Hlakka til að sjá þig!
Erla perla (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:26
.....já allt í góðu - við finnum einhverja góða stund - ég verð fyrir norðan í kringum 11.júlí (ætla að hlaupa á Landsmótinu) - en hljótum að ná að hittast þarna í millitíðinni ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.