Óskar í hjarta Afríku
2.6.2009 | 07:17
Í Kuneneferðinni okkar varð Halli lasinn og ég varð því eftir heima á hóteli lengsta daginn, með Halla og Stefán. Það reyndist vera happadrjúg ákvörðun enda dagleiðin löng, vegirnir slæmir og Halli bílveikur. Óskar er hins vegar mjög hraustur og til í allt. Hann fór því ásamt Hreinsa og Davíð að heimsækja vatnsból og þorp sem eru ansi afskekkt. Leiðin liggur eftir hlykkjóttum og grýttum vegaslóðum þar sem ekið er á um 10km hraða.
Þessi mynd er af hópi Himbakrakka, sem höfðu reyndar tekið á flótta þegar ferðalangana bar að garði, því þau voru viss um að þeir myndu drepa þau. Hér er þeim að aukast kjarkurinn og eru þau komin með epli frá aðkomumönnunum, á meðan Óskar er að maula saltstangir. Himbakrakkarnir fá helst engin sætindi því að tannheilsan er slæm, enda þekkjast þar engir tannburstar. Óskar er að spá og spekúlera í krökkunum, á meðan geiturnar þramma hjá í bakgrunni.
Óskar naut sín að sögn vel í ferðinni. Hér er hann að tengjast Himbakonu tryggðaböndum. Það er reyndar voða gott að ferðast með börn á þessum slóðum því að Himbakonurnar fara sjálfar ekki neitt án þess að vera með börnin sín með og finnst því undarlegt að sjá fólk á besta aldri ferðast án barna. Ferðalangar fá því gjarnan þá spurningu hvar börnin þeirra séu eiginlega? Börnin brjóta því klakann og auðveldara er að tala við fólk, en Himbarnir eru nú kannski ekki þekktastir fyrir að vera opnir og málglaðir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég stóðst ekki að prenta út myndina af Óskari og Himbakonunni og stilla hér upp á hillu. Ég vona að enginn erfi það við mig, hvorki Óskar eða ljósmyndarinn, Himbakonan fréttir þetta sennilega alls ekki.
Bestu kveðjur
Afi Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:44
Nei, ætli það, ég efast um að hún sé með það góða upplýsingaveitu. Hins vegar verður Óskar örugglega stoltur þegar hann kemur heim og sér mynd af sér uppi á hillu. Reyndar vill hann ennþá fá afa sinn til sín og argar upp til flugvéla sem fljúga yfir: Afi, komdu niður til mín!
Erla perla (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:06
Crazy flottar myndir af drengnum og innfæddum. Gaman að eiga þetta í albúminu.
Harpa Rut (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.