Blessaðar skepnurnar
5.6.2009 | 12:46
Hér er ein góð af Himbakúm að svala þorstanum. Nautgripirnir ganga fyrir mannfólkinu, en þegar Himbi er spurður um það mikilvægasta í lífinu svarar hann, nautgripir númer eitt, nautgripir númer tvö og nautgripir númer þrjú. Fjölskyldan kemur svo á eftir því. Búfénaðurinn er ekki bara lífsafkoman, heldur endurspeglar líka félagslega stöðu, og gengur erfðum svo að ekki má ganga á stofninn. Hann gengur því fyrir þegar vatn er annars vegar, en mikilvægt er að dýrin geti drukkið úr sér trogum svo að mannfólkið noti ekki vatn úr sama íláti, því það ku vera mjög óheilsusamlegt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.