Karnival dýranna
12.6.2009 | 08:21
Ég var að koma frá karnivali dýranna, þar sem yngstu bekkirnir í alþjóðaskólanum héldu tónleika fyrir foreldra, þar sem þemað var dýr. Leikskólakrakkarnir voru skjaldbökur. Óskar sendi móður sinni nokkra fingurkossa á góðri stundu við fögnuð foreldra, þar sem hann leit út eins og óperusöngvari eftir heimsklassa performans. Hér eru nokkrar myndir af drengjunum.
Af Halla er það að frétta að hann er enn heima, en er á batavegi. Davíð og hans ferðafélagar eru nú á heimleið en þurfa að leggja að baki yfir 1200 kílómetra í dag, svo að dagurinn verður langur hjá þeim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir af flottum strákum. Það er frábært hvað þú ert dugleg að blogga. Vona að Halli nái sér fjótt. Hlakka til að sjá þig sem mest og oftast á meðan þið eruð hér
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:14
Æji þessar kóngulær eru greinilega algjör skaðræðisdýr hjá ykkur.....bjakkk........vona að Halli fari að ná sér af bitinu......rosalega eru þetta sætar myndir af strákunum - hrikalega sætar skjaldbökur....
Erla - viltu hafa samband við mig fljótlega eftir að þú kemur til landsins - langar aðeins að fá þig til að skoða svolítið með mér ;o)
knús og kveðjur - hlakka rosalega agalega til að sjá ykkur !!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.