Heimferð í augsýn
18.6.2009 | 11:02
Nú er kominn heimferðarhugur í fjölskylduna. Air Namibia sló aðeins á þann titring með því að aflýsa fluginu okkar, sem var næturflug á laugardagskvöld, og við þurfum að fara í dagflug í staðinn á sunnudag. Flugfélagið var heldur ekki að láta vita af þessu, heldur fréttum við þetta úti í bæ. Þá þurfum við að stoppa yfir nótt í Frankfurt og taka eftirmiðdagsflug til Íslands á mánudag. Við erum nú ekkert eiturhress yfir þessu, enda auðvelt að taka strákana í 10 tíma næturflug þar sem þeir sofa megnið af tímanum. Erfiðara er að hafa ofan af fyrir þeim í 10 tíma yfir daginn, og þá sérstaklega Stefáni. En það hlýtur að hafast. Finnskir ferðalangar sem voru að koma í gegnum Frankfurt voru látnir sitja í vélinni í 4 tíma úti á braut, fengu mat og þessháttar, en svo var fluginu bara aflýst eftir þessa 4 tíma bið úti í vél. Maður vonar til Guðs að slíkt hendi ekki okkur. Air Namibia er því neðarlega á vinsældarlistum hjá fleirum en okkur.
Skólinn er að klárast á morgun, og nú eru krakkarnir í lokahófum og að klára skólastarfið, en það er stuttur skóladagur á morgun. Ég hef verið að ganga frá lausum endum og svo förum við að pakka á morgun. Reikningsheilinn hann Halli benti á að Stefán er nánast búinn að búa jafn lengi í Afríku og á Íslandi. Það er alveg kominn tími til að hann fari heim að sjá framan í ættingjana.
Skólinn er að klárast á morgun, og nú eru krakkarnir í lokahófum og að klára skólastarfið, en það er stuttur skóladagur á morgun. Ég hef verið að ganga frá lausum endum og svo förum við að pakka á morgun. Reikningsheilinn hann Halli benti á að Stefán er nánast búinn að búa jafn lengi í Afríku og á Íslandi. Það er alveg kominn tími til að hann fari heim að sjá framan í ættingjana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo tiiiil. Og mér finnst tíminn svo lengi að líða.....
Harpa tilvonandi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:02
........og meee toooo......
Ása Dóra (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 21:31
Eruð þið s.s. komin heim?
Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.