Enn á lífi..

Af okkur er helst að frétta að við erum öll á lífi þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá okkur í nokkurn tíma. Netið hefur mikið til verið niðri og því lítið um samskipti.

Nú er aðeins farið að hitna hjá okkur, og er það vel. Við hjónin horfðum á þætti um kvenspæjarastofu númer eitt, þar sem margt minnir á Namibíu. Enda líkist aðalleikkonan Leju okkar mikið, enda eru báðar með "hefðbundinn" vöxt og trúlega báðar af sama hópi, Tswana fólkinu. Það er minnsti þjóðernishópurinn hér í Namibíu, eru kallaðir Batswana í Botswana, og eru að sjálfsögðu mun meira afgerandi þar. Leja kemur frá Suður Afríku eins og svo margir Tswana í Namibíu. Nú finnst okkur mun auðveldara að þekkja þá frá, en Leja segir bara: ohh, it is the man who is the same color as I..

Í byrjun var ósköp erfitt að þekkja fólk í sundur eftir þjóðernishópum, en það kemur svona smá saman. Jafnvel Leja á erfitt með það, en hún var mjög óörugg eftir innbrotið og kennir Owambo fólki um alla glæpi. Einn morguninn þurfti hún að bíða um stund fyrir utan húsið, á götunni. Hún vildi ekki bíða þar, heldur fór að næstu götu sem er fjölfarnari og horfði þar tortryggin á vegfarendur. Eftirá sagði hún: ohh, so many bad people going by. And if someone attacks me, how can I recognize these Owambo people, they all look the same!!

Það var eins og talað út úr mínu hjarta, en gott að vita til þess að innfæddir eigi líka í erfiðleikum með að þekkja fólk í sundur. Margir hvítir virðast reyndar setja þeldökka alla í sama hóp, en þegar ég var að koma úr gamla leikskóla strákanna, var stressuð móðir á leiðinni inn með barnið sitt. Hún útskýrði fyrir mér að "þetta fólk" (og benti á leiðinni áskakandi á tvo vinnumenn sem voru handan götunnar að rölta í vinnuna) hefði stolið tölvunni hannar úr bílnum í fyrradag. Ég horfði náttúrulega agndofa á þessa glæpona röltandi í rólegheitum, þangað til að ég áttaði mig á að hún átti við að einhver þeldökkur hefði stolið tölvunni og hún vildi ekki skilja bílinn eftir eftirlitslausan meðan hún færi með barnið inn, en ekki að nákvæmlega þessir tveir hefðu þar verið að verki.  

Drengirnir eru byrjaðir í skólanum, og nú er Halli kominn í year 6 og þar sem hann hoppaði yfir einn bekk. Í dag eyddi hann öllum deginum í heimalærdóminn og hugsar með eftirsjá til letilífsins í year 4.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband