Máninn hátt á himni skín

 Ag 008 
Máninn hátt á himni skín, og gott betur en það, því að hann kemst ekki öllu hærra. Hann er í hvirfli, beint fyrir ofan hausinn á manni. Ég hafði lesið sem ung stelpa ferðabók frá Mexíkó sem mig minnir að hafi heitið Undir Mexíkómána, og framan á bókinni var undarlegur máni. Allt öðruvísi en heima á Íslandi. Þetta fannst mér afar skrýtið. Í dag hætti ég heldur ekki að undra mig á mánanum hér. Stundum eins og broskall, lítil, hlægjandi rönd á himninum og stundum á furðulegustu stöðum. Eins og núna. Hann er hálfur og vel það. Myndin sýnir nú kannski ekki vel hvað hann er fagur, en hann virðist oft innan seilingar, og reyndar helst ef maður er í rökkrinu inni í eyðimörk.

Til að gefa ykkur smá mótsagnir, og að rífa ykkur uppúr tunglhugleiðingum þá læt ég fylgja mynd af skemmtilegu skorkvikindi sem var á húsinu okkar um daginn. Frábær afurð móður náttúru.

Ag 002

Annars erum við  búin að eyða megninu af deginum í áströlsku grilli með viðeigandi maraþonáti. Góður sunnudagur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af skrítnu tungli og óraunverulegri pöddu. Ekki hætta að skrifa því mér finnst svo gaman að lesa.

harpsí (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 02:18

2 identicon

Ég er hérna enn - hef bara ekki haft vefsamband, vonandi fer það að batna. Reyni að taka mig á í skrifunum fyrir þig, Harpa mín

Erla perla (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband