Alþjóðlegir íþróttadagar

Alþjóðaskólinn var með tvo íþróttadaga, fyrst einn fyrir leikskólakrakkana og svo fyrir grunnskólann.Ag 003

Við eyddum því megninu af gærdeginum í íþróttakeppni af öllu tagi. Við Halli tókum daginn snemma og síðar komu drengirnir og Davíð með okkur. Halli stóð sig með prýði, eins og við var að búast. Nú sigraði sjötti bekkur fótboltann glæsilega með hann innanborðs. Móðirin sigraði 40 metra hlaup foreldra og starfsfólks, og náði þar með inn stigum fyrir hlébarða, en öll fjölskyldan eru hlébarðar með rauðan einkennislit. Keppnin er á milli þriggja hópa; hlébarða, ljóna og blettatígra. Nú er komið vor, hitinn er þegar orðinn mikill yfir daginn og því nauðsynlegt að drekka mikið af vatni.

Ag 009
Á föstudeginum kepptu yngri drengirnir við mikinn fögnuð. Stefán sýndi sérlega góða takta og sigraði í öllum sínum keppnisgreinum. Hér er bóndinn að naga strá og hvíla sig fyrir átökin.Ag 026

 

 

Hér er fagmannlega staðið að verki. Óskar kominn í startholurnar fyrir hlaupin.

 

 

Ag 013

 

Stefán í pokahlaupi ásamt argentískri fegurðardís úr bekknum hans.

 


Ag 023Stefán á fullri ferð í eggjahlaupi.  Brautirnar voru  nú orðnar nokkuð skrautlegar eftir eggjahlaupin, því að þau hlupu með hrá egg.Ag 018 Í einu hlaupinu sneri Stefán einmitt við á brautinni til að kanna betur brotið egg sem lá í grasinu. Mjög áhugavert.

 

 

 

Já, það er gaman að vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband