Í skólabílnum

Á leiðinni úr og í skólann, eru oft áhugaverðar samræður í bílnum. Hér er brot úr samtölum dagsins í dag:

Halli: Sko, Magic er mjög vel upp alinn, og líka Owen
Móðirin: Já, en strákarnir mínir?

Þögn

Halli: Ja, þeir eru mjög vel upp alnir en þeir eru bara fæddir óþekkir

Óskar: Mom, I´m gonna marry Talia
Móðirin: Það er nú bara fínt, hún verður örugglega góð tengdadóttir
Óskar: Hvernig segirðu það á íslensku?
Móðirin: ég ætla að giftast Talíu
Óskar: Já
Halli: Af hverju?
Óskar: Af því ég elska hana og hún er vinur minn
Halli: tíhíhí, Óskar er með kærustu

Móðirin: Stebbi hvernig var hjá þér í skólanum í dag?
Stefán: Bara vel
Móðirin: Gekk vel í show and tell?
Stefán: Bara vel. Hvar er Eyrún?
Móðirin: Ha, Eyrún? Hún er á Íslandi
Stefán: Einmitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið verður Eyrún glöð að sjá þetta! :)

Árný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:24

2 identicon

Ohhhh þeir eru svo mikil krútt þessir strákar!!! Það gleður mig nú að hann Stebbi minn er ekki búinn að gleyma mér...kannski hann muni einnig eftir fjórhjólaferðinni okkar í vor :) keppninni sem við unnum :)

Knúsaðu þá í klessu frá mér!!

Bestu kv. Eyrún :)

Eyrún Helga Aradóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:48

3 identicon

Það er nokkuð ljóst, að Haraldur á diplómatíska framtíð fyrir sér, ef ferillinn í fótboltanum klikkar. Þú mátt gjarnan skila til hans, að ég sé stöðugt að fá  kvartanir frá fólki, sem kvartar yfir því, að hann bloggar ekki.

kveðjur 

Afi Bjarni (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:33

4 identicon

krúttlegir eru þeir :-) Ég er byrjuð að blogga aftur eftir gott hlé svo þú getur kíkt á það ef þú vilt. Skólinn byrjaður og nóg að gera og svo er unglingurinn kominn í Kvennó svo maður rifjar upp þegar við vorum að koma í MA og mæta á vistina. Það sem manni fannst maður vera fullorðinn hehe

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:52

5 identicon

Já, Eyrún mín, ef að þú værir aðeins yngri og Stefán aðeins eldri, þá kannski myndi hann plana að giftast þér. Hann er sko ekki búinn að gleyma þér eins og þú sérð. Það var svona eina tengingin sem ég sá við að hann fór að hugsa til þín, þ.e. eftir að Óskar var búinn að plana framtíðina með stúlku drauma sinna.

Halli fær nú tilmæli um að blogga. Hann er svo mikið að brasa þessa dagana, nú er boltinn byrjaður aftur og fótboltamót um alla helgina hjá honum.

Já, við vorum nú orðnar vel fullorðnar þegar í menntaskóla, en nú yngist maður upp með hverju árinu, svo að það er ágætis balans á þessu..

Erla perla (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:04

6 identicon

Mikið eru þetta skemmtilegir strákar, línan "fæddir óþekkir" finnst mér snilld og svo sætt að hann ætlar að giftast Talíu. Knús á ykkur Erla mín og góða helgi

Brynja

brynja (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband