Lífið gengur sinn vanagang
19.9.2009 | 10:32
Við hlaupastúlkurnar fórum á hlaupabrautina í býtið í gær, en við heimsækjum gjarnan sjálfstæðisleikvang Namibíu (idependence stadium) á föstudagsmorgnum því þar eru fínar hlaupabrautir sem eru opnar fyrir almenning. Þar er nú vanalega mjög rólegt á morgnana, en nú var verið að setja upp tjöld og skemmtibúnað, en í kvöld verður viðburður á leikvanginum. Þetta varð því einskonar hindrunarhlaup, en vinnumennirnir höfðu bara gaman af því að hafa hlaupandi konur í kringum sig við undirbúninginn.
Drengirnir fengu allir verðlaun í skólanum í gær, enda var þemað risk takers. Þetta fannst fólki mjög fyndið, þ.e. að öll börnin í fjölskyldunni skyldu fá verðlaun fyrir sömu karaktereinkenni. Þetta sýnir bara hvað það er fjörugt á heimilinu. Stefán og Óskar voru einu kandídatarniar úr sínum bekkjum en Halli kom upp ásamt öðrum úr bekknum sínum. Halli keppti svo í fótbolta fyrir skólann sinn eftir skóla og svo aftur með fótboltaliðinu sínu síðdegis. Skoraði fallegt skallamark. Þeir eru svo komnir í úrslit en við fjölskyldan erum öll að fara út í eitt af fátækari hverfum borgarinnar eftir hádegi til að horfa á kappann keppa.
Halli verður svo 10 ára í vikunni, og partý planað á föstudaginn fyrir bekkinn og nokkra í viðbót.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er massa fyndið með strákana og risk takers verðlaunin. Er búin að hlægja mikið af þessu. Þið foreldrarnir hefðuð örugglega fengið þessi verðlaun líka í sama systemi.
Harpa Rut (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:59
hehehe já vá þeir eiga þetta ekki langt að sækja drengirnir.....!!!
agalega langt síðan ég hef kíkt inn hjá þér - og nú verð ég hreinlega að fara í bólið - en læt ekki líða svona langt aftur........skoða ykkur bráðlega ;o)
p.s. held ég sé aftur komin í gírinn - nú er bara að halda honum......væri sko til í að hafa lengur sumar - er farin að hlakka svakalega til að hlaupa í slabbi og kulda í vetur - þú hefur það ekkert smá gott ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:28
Skemmtileg ummæli hjá drengjunum þínum. Alltaf gaman að kíkja inn á síðuna þína.
Bestu kveðjur Lóla í Svíþjóð
Lola (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.