Paraþon í Swakopmund
21.10.2009 | 18:10
Við fjölskyldan erum komin heim í Windhoek eftir frábæra ferð til Caprivi, Zimbabwe og Botswana með Magga frænda, Signýju, Árna Frey og Möggu frænku. Magga er reyndar komin í heimilishópinn og verður hér til janúar, öllum til óblandinnar gleði. Meira blogg af ferðinni síðar.
Við drifum okkur svo niður á strönd um helgina, þar sem ég hljóp maraþon á móti Cörlu hinni portúgölsku, hlaupafélaga mínum, sumsé paraþon. Dabbi myndanörd kom nokkrum myndum í seríu. Hlaupið er með eyðimörkina á aðra hönd og hafið á hina. Og svo koma nokkrir trukkar til að auka smá á mótvindinn.
Klappliðið í bílnum var alveg frábært, Stefán gólaði "Pingu sais go mom go!" og var með Pingu út um gluggann, Óskar hrópaði "run short girl, run!" og Halli "run, fat boy, run!", með tilvísun í samnefnda mynd. Húmorinn er sumsé alltaf til staðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
Svarthvíta hetjan mín. Hvernig ertu í lit? Vá hvað þú ert mikil ofurgella manneskja. Ég dáist að þér.
Ég er ekkert smá glöð að það hafi komið ný færsla var komin með ógeð á fyrirsögninni með "vanagang" í því mér finnst vanagangur svo leiðinlegur að ég fékk leiða hvert skipti sem ég þurfti að horfa upp á hana.
Áfram frábæra vinkona. Þú ert sannarlega að sigra á stórum velli manneskja.
Hasta pronto
Harpa og family
Harpa Rut (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:11
Já, nú fer ég að dæla inn efni, svona þegar netið hangir inni og þá þarftu ekki að stara á sömu fyrirsagnirnar alltaf hreint.
Fékk líka þessa bráðsniðugu hugmynd - við getum bara stefnt á þetta hlaup að ári og tekið saman paraþon?! Mjög svalt að fara til Afríku að hlaupa. Mér finnst þú eiginlega bara þurfa að fara/koma, er þaekki?
Erla perla (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 13:04
.....superchick - miiiikið líst mér roooosalega vel á þig stelpa - má ég koma líka??? Þ.e. ef plönin sem eru í gangi núna ganga ekki eftir......nú kemur þetta í ljós í kringum 10.nóv...;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.