Málanám
7.11.2009 | 17:30
Hér gengur allt sinn vanagang, það er orðið vel heitt yfir daginn og Stefán eyðir megninu af deginum berrassaður. Moskítóflugurnar eru komnar á "hate" listann hjá enn einni mannveru í veröldinni, henni Möggu Dísu. Hún er bitin út og suður og hefur komist að sömu niðurstöðu og Halli frændi sinn; að heimurinn yrði mun betri staður ef flugunum yrði eytt með öllu. Annars stúderar hún nú suður-afrískan hreim af kappi og æfir sig samviskusamlega til að geta náð valdi á honum. Breski hreimurinn þvælist reyndar eitthvað fyrir. Hreimurinn er annars mjög heillandi, en hér er smá sýnishorn af honum:
Á mánudag fer Magga svo með Davíð í þriggja daga vinnuferð inn í búskmannaland, en þangað hef ég aldrei farið og er því gul og græn.
Allir af eldri kynslóðinni eru komnir í operation six pack, sem felur í sér venjulegu lummuna - hollt mataræði, hlaup og ræktina. Nú sitja þau félagarnir, Dabbi og Magga, í sófanum inni í stofu og eru á þessari stundu að réttlæta smá súkkulaðiát fyrir hvort öðru. Ég verð að fara að taka í taumana...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.