Meira tungumálanám

Hér eru rólegheit, allir drengirnir farnir í rúmið og ég ein á fótum og sit við nám og skriftir. Dabbi og Magga lögðu af stað út í eyðimörk í dag, og á þessari stundu er Dabbi að berjast við leðurblökur í Grootfontein. Þau fara á morgun í San byggðir að kynna og færa þeim kennslubækur í táknmáli fyrir San tungumál sem í útrýmingarhættu. Mjög verðugt verkefni.

Hér heima hefur einnig staðið yfir nám, en Óskar hóf aftur lestrarnám í gærkveldi, eftir þónokkurt hlé, með mjög góðum árangri. Svo góðum að hann hefur verið að lesa í allan heila dag, svo mér var orðið nóg um. Allt í einu var hann kominn með vald á lestri og við öll vorum að vonum mjög uppveðruð yfir þessu, og hann ekki síst.

Halli fer í tveggja daga skólaferð á miðvikudag í lodge stutt frá borginni til að æfa hópvinnu og hópefli, fara í þrautabrautir, klifur og fleira. Mjög spennandi. Hann er kominn í nemendaráð framhaldsstigs (sem mér þykir nokkuð merkilegt þar sem hann er á yngra stigi) og ég er orðinn ritari foreldrafélagsins. Við erum sumsé orðin potturinn og pannan í skólastarfinu.

Allir bíða spenntir eftir ferðasögum, en hér kemur ein góð mynd af landamærastöð þar sem drengirnir bíða þolinmóðir í steikjandi hita. Upplitið á þeim segir meira en mörg orð.

landamæri

 

 

Svo læt ég fylgja eitt myndband af Stefáni sem flytur lagið Strákurinn með skeggið, hann heitir Stebbi, bæði í upprunalegri útgáfu og svo í rokkaðri útgáfu. Takið eftir að hann er annars vegar á Zambesi ánni í siglingu frá Zimbabwe, og hins vegar á Chobe ánni í siglingu frá Botswana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn, ég missti athyglina í vinnunni í smá tíma og voilá, ég var komin til Afríku að fylgjast með dúllurassi syngja, ofurkonu hlaupa og súperfjölskyldu í banastuði :) Mér fannst skrítið að líta svo í kringum mig og sjá bara dauðan pappír, rökkrið farið að síga á kl. 14.15 og ég með spurningu leikskólabarns ómandi í höfði mér frá því í morgun "ertu með barn í maganum?" ...... kannski ég þurfi að fara að starta operation six pack hérna megin...

Ingveldur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 14:17

2 identicon

....ha ha ha - hann er algjört æði strákurinn með skeggið hann Stebbi......og greinilega rokkast með hverju skiptinu !!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Já, Stebbi er smá rokkari í sér, en reyndar afskaplega ljúfur rokkari. Gott að geta framleitt afþreygingu til að draga fólk frá vinnunni við og við. Ekkert betra hrós en það!

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 14.11.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband