Hot, hot, hot
14.11.2009 | 15:06
Nú er farið að hitna í kolunum, 40 stiga hiti, en það hefur ekki rignt vikum saman. Ekki bætti úr skák að ég er að fara á góðgerðarsamkundu í kvöld til styrktar munaðarleysingjahæli og namibísku íþróttafólki, og baust til að fara með satay á hlaðborðið. Við grilluðum því í hádeginu.
Girnilegt?
Hér stendur Dabbi við grillið og eldar mat handa ríka fólkinu, fyrir fátæka fólkið. Það var ekki fyrir hvern sem er að koma nálægt grillinu í hitasvækjunni, en braiimeistarinn lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Segir að þetta sé ekki fyrir kvenfólk (eftir að ég kvartaði yfir því að augnhárin væru sviðin af mér). Hann er kannski að verða smá afrikaans í sér, þessi elska?
Það er mikið að gera í félagslífinu núna rétt fyrir annarlok í skólanum. Við vorum í afmælisteiti í gær, svo er annað afmæli á morgun líka. Við skiptum aðeins liði og í kvöld förum við Magga saman og skiljum Dabba eftir heima í umsjá barnanna.
Ein vinkona mín tók þátt í þríþraut í morgun hér suður í landi, í miðri eyðimörkinni, þar sem verður mun heitara en í borginni. Hef ekki heyrt frá henni enn, vona að hún sé ekki einhvers staðar með hitaslag.
Það er svo heitt að jafnvel tanning meistarinn hún Magga helst ekki einu sinni við úti í sólinni. Halli kom til baka úr skólaferðinni og byrjaði á því að slasa sig á hné á skólalóðinni rétt eftir að hann steig út úr rútunni. Nú skröltir hann um með bundið hné og heimtar hækjur. Erik kom til að halda honum félagsskap. Óskar og Stefán eyddu öllum morgninum í að púsla, en Óskar fékk 100 púsla púsl fyrir afburða frammistöðu í lestri og Stefán erfði gömlu púslin hans svo að það var mikið að gera. Stefán fór svo í afmæli hjá bekkjarsystur sinni um miðjan dag og kom til baka sem tígrísdýr.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt og kveðjur
Sigrún Óskars, 15.11.2009 kl. 20:35
hæ hæ - ég sit hérna og spjalla við manninn þinn á msn og skoða hvað hefur á daga ykkar drifið undanfarið - miiiikið vildi ég fá smá af þessum hita hingað uppá skerið......þó maður kvarti samt ekki útaf veðrum þetta haustið - búið að vera mjög fínt - en nú er farið að kólna og einhver éljagangur í kortunum ;o)
ég er búin að senda þér svar á facebook - loksins - steingleymdi að láta þig vita hvernig fór - og þú ert reyndar ekki sú eina hahaha........
en allavega knús og kremjur héðan úr svalanum.......heyrumstumst fljótlega !!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.