Skítamál
19.11.2009 | 12:51
Nú er skítamálið enn að versna. Í kvöldmatnum vorum við eins og börn frá Biafra, með húsflugurnar skríðandi um allt andlit, en skíturinn í garðinum hefur væntanlega svona mikið aðdráttarafl. Dabbi fékk nóg og ætlaði að hringja brjálaður í garðyrkjumanninn, en var svo ósköp blíðmæltur í símann því hann er svo ljúfur karakter. Garðyrkjumaðurinn er nefninlega með bílskúrinn hálfan af skítapokum sem hann hugðist bæta við, en það er vonandi úr sögunni.
Og að öðru, það eru aðrir en bara við sem hrífast af stuttu gallabuxunum sem karlmenn hér ganga stundum í. Við köllum þær búabuxur og ætlum að flytja nokkrar til Íslands fyrir skemmtanahald þegar við förum heim. Hér er auglýsing sem er óspart sýnd í sjónvarpinu þar sem þær koma fram í öllu sínu veldi. Njótið vel:
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hahahahahaha Algjör snilld!!!
80s tanktoppurinn toppar auðvitað outfittið - lof it :)
Dísa úr Breiðholtinu (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:21
Það er ekki hægt annað en að elska þetta. Buxurnar eru ætíð níðþröngar, ósiðsamlega stuttar, og karlarnir oft vel í holdum. Mmmmm...
Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 19.11.2009 kl. 13:45
hahahah dásamlegt!!!
Ása Dóra (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:28
Þetta er himneskt! Þetta myndskeið verð ég hreinlega að senda Höllu, stöllu minni hér í vinnunni. Hún hefur nefnilega tjáð sig mikið um dansstíl Beyoncé í "frumgerð" myndbandsins - er semsé ekki ánægð með hana sem fyrirmynd ungra stúlkna. En það er gaman að sjá þessa útfærslu dansins og búningavalið er pottþétt!
Lifið heil!
Hanna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.