Hlaup og staup
28.11.2009 | 13:18
Dagurinn byrjaði vel hjá okkur hjónunum. Við fórum út fyrir bæinn í býtið og hlupum 10 km. í hlaupi sem hlaupaklúbbur Windhoek stóð fyrir. Dabbi, sem hleypur vanalega á brettinu í ræktinni afsannaði rækilega þá lummu að það væri auðveldara að hlaupa á bretti en úti í náttúrunni. Hann og Carla, hlaupafélagi minn, hlupu nánast hönd í hönd í markið, mjög sæt. Ég var mjög stolt af þeim báðum, og þau á góðum tíma. Ég blómstraði ekki alveg, en rétt náði mínu lægsta takmarki, og þá er bara að gera betur í næsta hlaupi. Magga gerði þetta mögulegt með því að passa drengina fyrir okkur, og skellti sér svo í ræktina þegar við komum heim. Operation six pack er sumsé enn í fullum gangi.
Talandi um blóm, nú er skammdegið með því besta á Íslandi. Hér eru nokkrar myndir úr garðinum okkar af blómunum sem ég tók hér eitt kvöldið, bara til að koma smá litum inn í líf ykkar heima á Fróni.
Fegursta blómið í garðinum þetta síðkvöldið var að sjálfsögðu hann Stefán.
Ég eyddi gærkvöldinu niðri í skóla að fæða góða gesti, en nú er haldið íþróttamót fyrir alþjóðaskóla í sunnanverðri Afríku, svo að það koma keppendur frá SA, ZIM, Sambíu og Botswana. Mikið fjör í skólanum þessa dagana.
Við erum svo öll að fara í matarboð síðdegis hjá vinum okkar, og fengum okkur í staup til að halda upp á hlaupin. Magga verður dedicated driver (jú, og designated líka), og hittir svo væntanlega vini sína í kvöld til að fara út á lífið þegar við gamla liðið drögum okkur í hlé.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
vá rosalega kraftur er í ykkur, maður fær bara samviskubit við að lesa bloggið þitt, verð að fara drífa mig í ræktina... æi nenni þó ekki fyrr en í næstu viku ;-) bið að heilsa strákunum...
Hreinsi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:25
Skila kveðjunum, við erum að spá í að opna heilsuhæli hér og taka inn fólk í nokkrar vikur í senn. Fituprósentan hjá Möggu hrapar og hún er að komast í fínt form. Hún verður markaðsækonið okkar. Ekkert detox, stólpípa eða rugl. Bara form og flottur matur. Þú ert bara næstur í röðinni, six pack underway.
Erla perla (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:14
frábært, form og flottur matur hljómar vel, bóka pláss strax eftir jólin...
Hreinsi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.