Karlinn kýs
29.11.2009 | 19:05
Það var náttúrulega þrælgaman í matarboðinu í gær og farið út um víðan völl í samræðum. Hér er smá sýnishorn:
"....hahaha, eru Íslendingar virkilega svona fáir? Þetta eru jafn margir og búa í blokkinni minni í Buenos Aires!!!"
"Margrét, Laos er verulega yndislegt land sem þú ættir endilega að heimsækja. Passaðu þig bara á lao-lao (heimabruggi), lao (bjórnum), og jú og svo jarðsprengjum"
"..já, blessaður vertu, Íslendingar eru búnir að fá orðspor sem heimsins mestu listasvindlarar, þeir fara þar fremstir í flokki og svo rétt á eftir koma Nígeríumenn"
Svo var kosið í Namibíu um helgina. Ég hitti vinkonu mína í síðustu viku og spurði hvort hún ætlaði ekki að kjósa. Sú er menntuð, klár og í góðri stöðu. Það þarf vart að taka fram að ég er langt í frá búin að jafna mig á svarinu, sem var: "nei, maðurinn minn kýs fyrir mig"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir brandarana og blómin, Erla mín. Voðalega gott að fá svona sendingar hingað í norðrið.
Annars sé ég að þið njótið ykkar í botn í sumrinu í Namibíu og hlaupin orðin að lífsstíl, sem er afar vel. Varðandi æfingabúðir...sbr. nýjustu auglýsingar íslenskra heilsuræktarjötna er "fjarþjálfun" voðalega heit núna. Eitthvað spáð í að taka fólk í svoleiðis? Segi nú bara svona. Eina "fjar-" eitthvað hjá mér er "-lægðin" milli mín og líkamsræktar. Kveður svo rammt að, að ég gæti þurft að strengja áramótaheit! Guð forði.
Bestu kveðjur úr kuldanum
Hanna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:58
Ekkert að þakka, ég hugsa nú alltaf hlýlega norður í íshaf til ykkar. En fjarþjálfun kemur ekki til greina, nærþjálfun er það eina sem blívar svo að þú verður bara að skella þér hingað út. Við förum að hafa biðlista í prógrammið svo að það er um að gera að drífa sig hið fyrsta!! Er karlinn (þeir segja "the hubby" hér) ekki enn með sexpakkann sem ég var að inspecta síðast þegar við hittumst? Láta hann bara draga sig í ræktina, árangurinn lætur þá ekki á sér standa.
Erla perla (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:32
Ég skil vel að þér hafi ekki litist á þetta. Stundum heldur maður að jafnrétti sé að nást því að nú sé lagaleg staða kynjanna orðin jöfn. En það er öðru nær!
Harpa í norðri (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:40
heyyyy - ég hlýt líka að vera einhversstaðar framarlega á listanum yfir heilsubæliskandídata - kem í operation six pack eftir að ég verð búin að ná af mér kassanum (eða er það kannski tunna sem ég burðast með hahah)......líklega passandi að halda sig við planið sem ég talaði um við þig um daginn - don´t u think ;o)
Ása Dóra (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.