Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Run fat boy, run

Hér er myndband frá Dabba, af klappliðinu og hlaupara. Er búin að hlaupa 18 km. svo skrefin eru aðeins farin að þyngjast þegar ég kem þarna í síðasta drykkjarstoppið.


Paraþon í Swakopmund

Við fjölskyldan erum komin heim í Windhoek eftir frábæra ferð til Caprivi, Zimbabwe og Botswana með Magga frænda, Signýju, Árna Frey og Möggu frænku. Magga er reyndar komin í heimilishópinn og verður hér til janúar, öllum til óblandinnar gleði. Meira blogg af ferðinni síðar.

Við drifum okkur svo niður á strönd um helgina, þar sem ég hljóp maraþon á móti Cörlu hinni portúgölsku, hlaupafélaga mínum, sumsé paraþon. Dabbi myndanörd kom nokkrum myndum í seríu. Hlaupið er með eyðimörkina á aðra hönd og hafið á hina. Og svo koma nokkrir trukkar til að auka smá á mótvindinn.

Klappliðið í bílnum var alveg frábært, Stefán gólaði "Pingu sais go mom go!" og var með Pingu út um gluggann, Óskar hrópaði "run short girl, run!" og Halli "run, fat boy, run!", með tilvísun í samnefnda mynd. Húmorinn er sumsé alltaf til staðar.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband