Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Mætt til Windhoek

Við fjölskyldan lentum heilu og höldnu á mánudagsmorgun í Windhoek eftir þrjá góða daga í Þýskalandi. Héðan er það helst að frétta að teknir voru nefkirtlarnir og rör sett í eyrun á Óskari í morgun. Sáum háls- nef- og eyrnalækni í gær og svo héldum við á spítalann í bítið í morgun og þessu bara skellt í. Höfðum einnig hitt lækni á Íslandi sem vildi gjarnan gera aðgerðina sem allra fyrst, en allar skurðstofur lokaðar þar, svo þess var ekki kostur. Hann var orðinn vita heyrnarlaus, barnið og vökvinn í eyrunum orðin einhver límdrulla, nefkirtlarnir massífir (nota orð læknisins), svo að það var gott að ljúka þessu af sem fyrst.

Læknirinn var mjög traustvekjandi en spítalinn var frekar skrautlegur, svo við vorum fegin að komast með barnið heim aftur. Annars erum við bara í góðum málum, húsið var hrollkalt, en nú er að fara að hitna aftur, svo að það stendur til bóta. Halli og vinur hans Eric búnir að vera límdir saman frá heimkomu og litlu guttarnir ætla að heimsækja gamla leikskólann sinn einhvern daginn.

Veran á Íslandi var dásamleg, þar var hlaupið á fjöll og samveru notið með fjölskyldu og vinum. Íslenska sumarið og íslenska náttúran er náttúrulega einstök, svo að það var gott að koma heim og hlaða batteríin. Ofgnótt af brauðsúpu, sviðasultu og harðfiski ætti að duga manni næsta árið eða svo. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband