Ferðaplön

Fyrir þá fjölmörgu sem eru að skipuleggja ferð til Namibíu í fyrirsjáanlegri framtíð, er hér veðurfarið eftir ólíkum árstímum http://www.bbc.co.uk/weather/world/city_guides/results.shtml?tt=TT000470

Fyrir tveimur dögum kólnaði umtalsvert, mér og drengjunum til gleði, en Davíð unir sér betur í hitanum en við hin. Nú er þetta alveg mátulegt fyrir okkar íslensku kroppa. Fyrir tveimur vikum fórum við á veitingastað, og þessar stórglæsilegu móttökustúlkur sem þar störfuðu, voru að gantast í drengjunum. Mér fannst þeir nú bara vera dúðaðir, enda var Stefán í langerma peysu og Óskar í síðum buxum. Þær spurðu hvort að það væri virkilega kaldara í Namibíu en á Íslandi - það hafði rignt þennan daginn og var hrollur í þeim. Davíð fullvissaði þær um það. Þær spurðu einnig hvort að drengjunum væri ekki kalt hérna. Við sögðum ekki. Svo spurði Davíð hvað þær héldu að hitinn væri hár og þær svöruðu, "örugglega ekki nema svona 35 stig!". Reyndar var hann kannski nær 25 gráðum, en við brostum út í annað og hugsuðum til suddans heima á Fróni.

Aftur að ferðaplönum, Stefán Jón hefur sett niður hugleiðingar fyrir væntanlega Afríkufara, á síðunni sinni Stefanjon.is, sem skemmtilegt er að skoða líka þegar heimsókn til Afríku "light" er á dagskránni. Sjá sér í lagi http://www.stefanjon.is/default.asp?pid=-1&id=46 Skoðið einnig http://www.namibian.org/ fyrir gistingu, og svo er netið náttúrulega fullt af gagnlegum upplýsingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvísa var bara að frétta í dag af blogginu þínu sem ég mun nú kíkja á daglega. Kíktu á mitt alltaf gaman að fá komment kv Þórdís

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Elsku Erla mín...er búin að hugsa mikið til ´þín undanfarið....fann svo bloggsíðuna þina..nú verður sko fylgst með....risa knús frá mér til allra ...fanney

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 30.3.2008 kl. 09:51

3 identicon

Hæ Erla Perla, vonandi gengur allt vel, takk fyrir linkana sem þú settir inn, er búin að stúdera þá og láta mig dreyma í staðin fyrir að vera samviskusöm og lesa námsbækurnar.  Hvetjandi að sjá hversu aðgengilegt er að komast til Namibíu.  Strákarnir ykkar eru ekkert smá flottir og flinkir, gaman að skoða bloggið hjá frumburðinum, gat ekki annað en hlegið upphátt þegar hann lýsti kóngulónni á stofugólfinu.  Hlakka til að lesa meira, Brynja brussa

Brynja (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:16

4 identicon

Hæ elsku Erla

 Ég verð alltaf nett skelkuð þegar þið setjið fram einhverjar hugmyndir sem þið fáið. Það einhvern veginn gerist flest sem ykkur dettur í hug. Þannig líður mér núna eins og ég verði óforvarendis komin til Nam áður en hendi er veifað. Það er ekki alveg tímabært en ég er vissulega með það á prjónunum að koma áður en þið leggið í hann heim á leið. Samt frekar á seinni hluta dvalar ykkar en fyrri bara svona svo meiri líkur verði á að drengirnir muni þetta. 

Ástarkveðja frá Bugðunni 

Harpa Rut (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband