Stöðutaka frá Nam

Kominn tími á smá stöðutöku héðan. Halli fór með vini sínum á býli úti í sveit og verður alla helgina. Við hin fórum í húsdýragarðinn í hádeginu að kveðja vinafjölskyldu sem er að flytja til Vancouver. Garðurinn er hinn skemmtilegasti með blöndu af villtum dýrum og húsdýrum.

Svo byrjaði loks að rigna í dag, og allir himinglaðir. "Ég elhssga rígníngúna!" veinaði Stefán á leiðinni heim þegar fyrstu droparnir skullu til jarðar og eldingarnar dönsuðu um himinhvolfið. Það hefur verið ansi heitt síðustu daga, og vonandi slær þetta eitthvað á hitann.

Pökkun er loksins hafin og fyrsti kassinn hefur verið fylltur. Leja fær mest af því dóti sem við skiljum eftir, en eitthvað gefum við á munaðarleysingjahæli líka. Lokaspretturinn er að hefjast í skólanum og Halli á fullu í prófum. Ég er að safna gögnum og taka síðustu viðtölin fyrir doktorsritgerðina mína. Svo þarf að selja bílinn, pakka og ganga frá ýmsu smálegu áður en við höldum heim á leið. Nóg að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He, he....þú heldur uppteknum hætti og undirbýrð flutninga milli landa á innan við mánuði! Verður nú gaman að sjá þig á ný úr því ekkert varð úr í sumar (meira hvað hægt er að vera duglegur í "missed calls" án þess að það kalli á frekari athafnir...).

Verð svo að segja að það gladdi mig að sjá framboð þitt til stjórnlagaþings. Áfram Erla!

Hanna (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 12:50

2 identicon

Stefán er svo mikið afríkubarn! sé hann fyrir mér út á verönd mega sáttur yfir rigningunni :)

Magga (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 11:32

3 identicon

Ohh ég elhsssga þegar Stebbi segir É ELHSSGA :)))

... þó ég hafi reyndar oftast heyrt hann segja "é elhssga sedda ekki" ...

Siva (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband