Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Á fyrsta degi jóla..

jul8

Á jóladag var íslenska hangikjötið snætt, en það var að sjálfsögðu skagfirskur eðalframhryggur sem var ljómandi ljúffengur. Í stað jólaölsins drukku hinir fullorðnu guinnes bjór í fanta orange, sem kom bara vel út í hitanum.

 

 

 

 

 

jul7

Stefán kunni vel að meta hangikjötið góða.

 

Svo erum við búin að taka því rólega, Halli hélt jólatónleika á nýja hljómborðið sem við keyptum um daginn. Þegar við fórum í jólapartý, var hljómborð á heimilinu og Halli settist við það svo sætur og fínn og hóf að spila óðinn til gleðinnar. Sektarkenndin steyptist yfir foreldrana, sem óðara fóru í næstu verslun og keyptu þetta dýrindis (já, það var sko dýrt) hljómborð svo að tónlistarmenntun barnsins gæti haldið áfram. Við rákumst svo á hjón sem búa í gesthúsinu á eigninni við hliðina á okkur. Þau eru prófessorar í rannsóknarleyfi hér og hún er prófessor í tónlist, svo að það er möguleiki að við getum fengið hana til að gefa Halla tilsögn næstu mánuði. Sjáum til með það.

Halli fékk hafsjó af bókum í jólagjöf og við hin njótum góðs af. Ég er t.d. að lesa drekasöguna Eragon meðan Halli nýtur þess enn að lesa Harry Potter en hann fékk sjöundu og síðustu bókina í jólagjöf.

Í gær hélt letilífið enn áfram, nema að við fórum í ræktina og svo út að borða. Í dag erum við að fara í fimm daga ferðalag, svo það mun ekki heyrast frá okkur fyrr en eftir áramót. Við erum að fara til Etosha og svo förum við væntanlega til petrified forest (Andrea og co., við látum ykkur vita af hverju við misstum þegar við villtumst í ferðinni okkar!). Gleðilegt nýtt ár!


Jólahald var með hefðbundnum hætti í Windhoek

jul

Jólahald var með hefðbundnum hætti í Windhoek, amk. á okkar heimili. Jólatréð kom vel út þegar allir pakkarnir voru komnir undir hann en gestirnir komu hlaðnir góðum gjöfum frá ættingjunum á Íslandi. Glugginn var skreyttur með hvítu spreyi til að koma smá snjóstemningu inn á heimilið, en það er kannski dálítið erfitt með pálmatré í bakgrunninum.

Aðfangadagur var góður, Halli var að leika með vini sínum og fór í bíó, litlu drengirnir sváfu vært eftir hádegi til að safna kröftum fyrir kvöldið. Við Davíð fórum í eftirmiðdagsdrykk til kunningja okkar (eplacider og namibískur bjór undir stráþaki) á meðan Halli svamlaði um í lauginni þeirra með vini sínum. Ég held að Halli hafi sagt að þetta væri einmitt "perfekt" aðfangadagur!

 

 

 

jul15

Hér er öndin komin á matborðið og Erla og Bjarni tilbúin að hefja borðhald. 

 

 

 

 

 

 

jul5

Við mæðginin að sporðrenna öndinni. Það er alveg frábært að geta borðað svona úti undir beru lofti í yndislegu umhverfi.

 

 

 

 

 

 

jul16

Drengirnir og jólatréð hvíta (n.b. að einhver hafði tekið það úr sambandi kvöldið áður þannig að það var í talsverðu stuði).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

jul14

Eftir borðhald las Bjarni jólaguðspjallið fyrir okkur hin. Eftir lesturinn var hátíðleg þögn sem Stefán rauf með því að segja: Nú, auðvitað!

 

 

 

 

 

 

jul1

Stefán fékk vélmenni frá foreldrunum, ég er í bakgrunni með þennan fína safaríhatt að setja saman bílabraut sem Óskar fékk frá langömmu sinni.

 

 

 

 

 

 

jul12 Óskar fór í föt sem hann fékk frá ömmu Möggu og stillti einnig upp legói frá afa Bjarna og Erlu. Það voru allir komnir í nýjar múnderingar þegar leið á kvöldið. Það tók marga tíma að taka upp pakkana og við tókum pásu um mitt kvöld til að fara út og fá okkur heimatilbúna ísinn.

Þegar ég sagði Óskari að jólin væru alveg að koma og að hann þyrfti því að koma í fínni fötin, þá hljóp hann út að glugga til að vera viss um að sjá þegar jólin sjálf kæmu til okkar. Svo þegar jólin voru komin, þá var hann hálf skrýtinn og hélt að ég væri að reyna að plata hann því að hann hafði staðið góða vakt við gluggann. Hann varð svo bara sáttur og um kvöldið sofnaði hann með plastgrís í fanginu sem var sparibaukur sem Rósa systir og fjölskylda höfðu gefið honum. Það er gott að setja sparnað í öndvegi á þessum krepputímum.


Jólaundirbúningur..

jol4

Ekki er seinna vænna að birta fréttir af jólaundirbúningi. Við fórum út að borða niðri í bæ í hádeginu og Dabbi sér svo um sjávarrétti í kvöld. Ég er að gera jólaísinn, sem að þessu sinni er með kirsuberjum. Jarðarberin eru horfin úr verslunum og kirsuberjauppskeran er komin svo það er alveg tilvalið að prófa eitthvað nýtt.

Kunnugir fullyrtu að borgin ætti að vera nánat mannlaus yfir jólatímann, en hér er allt fullt af fólki í verslunum og á veitingastöðum. 

 

 

jol2

Við fórum fyrir nokkru og fjárfestum í hvítu jólagervitré sem nú stendur í stofunni.

 

 

 

 

Hér er Davíð með Óskari í byrjun jólaverslunarferðarinnar. Sést hvað Óskar er spenntur, og Davíð enn ekki farinn á taugum.

 

 

 

jol3

Stefán situr glaður og hress í innkaupakerru.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

jol7

Og Óskar enn að hressast.

 

 

 

 

 

Allir komu heilir undan innkaupaferð, og við fórum heim með þetta fína, hvíta tré í farteskinu.

 

 

jol 6

 

 

Það var gaman að fá jólin inn í húsið, hér er Halli byrjaður að skreyta tréð.

 

 

 

 

 

 

jol5

 

Stefán lagði líka lið við það verkefni.

Svo tók nú tímana tvo að finna seríu sem passaði við tréð, því að við þurftum með hvítum snúrum. Eftir mikla leit kom Davíð með eina Osram seríu heim sem var með marglitum, blikkandi ljósum, og við þurftum að sætta okkur við. Stofan var eins og diskótek frá áttunda áratugnum og við foreldrarnir við það að fá flogakast, en drengirnir ákaflega hrifnir. 

Svo reyndist þetta vera hin besta sería því að hún er mjög vitræn og róast þeim mun lengur sem hún er í sambandi. Eftir svosem þrjá daga skartar hún bláum, róandi ljós. Nú er bara að sjá hvort að við getum tryggt að enginn fari að fikta við það að taka hana úr sambandi fyrir jól, annars höldum við upp á diskójól annað kvöld.

  

jol1 Hér eru svo bræðurnir með félaga sínum, honum Rúnari Atla við tréð.

 

Svo bíðum við bara spennt eftir jólunum. Aðfangadagur verður með aðeins öðru sniði, Davíð fer í ræktina og ég fer að taka viðtal við doktor í stjórnmálafræði fyrir ritgerðina mína. Sá á matsfyrirtæki í þróunargeiranum og ég gat náð af honum núna eða ekki fyrr en í apríl þar sem hann er þeysast milli Líberíu og Rúanda að vinna matsverkefni.

Svo hafa jólasveinarnir komist hingað til Namibíu, Óskar fékk reyndar einu sinni kartöflu í skóinn og fór með hana sem mesta dýrindi, og sofnaði með hana í fanginu um kvöldið. Svo ef bróðir hans gerir eitthvað af sér, setur hann sönnunargögn í gluggann hans Stebba til að jólasveinninn sjái örugglega hver er sá óþekki á heimilinu.


Kerti og spil

 

SpilNú er mikið spilað hér á bæ, enda komnir nógu margir í húshaldið fjögurra manna kana og jafnvel einn skiptimaður til. Þetta er því algeng sjón þessa dagana.

Við erum komin til baka úr þriggja daga ferð sem ég segi ykkur frá næstu daga. Svo erum við náttúrulega að undirbúa jólin í hitanum líka. Það  er hins vegar lítið um kerti  hér því að þau eiga það til að  bráðna niður í hitanum.

 

 

 


Jólasnjórinn kominn!

snjór 1 Þar sem ég snæddi salatið mitt í hádeginu í fyrradag með fjölskyldunni var ég að hugsa hvað loftslagið er nú fullkomið hér. Um 25 stiga hiti og skýjað, svo að það er hvorki of heitt, né of kalt. Akkúrat mátulegt. Þá opnuðust gáttir himins fyrirvaralaust og jólasnjórinn dembdist niður á okkur með offorsi. Það var hagl úr háloftunum, og svo regn í bland. 

 

Hér sjáið þið stærðina á haglinu, þar sem Óskar heldur á einu í hendinni sinni.

 

 

snjór 3

Og hér er svo matarborðið okkar, þar sem ég sat svo makindalega með salatið mitt fyrir stundu.

 

 

 

 

 

 

snjór 2
Það brast á með þvílíku óveðri að það var ekki viðlit að vera úti við. Hér eru Halli og Óskar, en í skjóli undir þakskegginu.

Snjórinn entist nú ekki lengi, kannski í 10 mínútur og nú er allt orðið samt aftur, vart skýhnoðri á lofti. Við búumst nú ekki við miklum snjó aftur fyrir jólin, svo að þetta verður væntanlega að duga okkur sem jólasnjórinn þetta árið.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband