Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Lífið gengur sinn vanagang

Við hlaupastúlkurnar fórum á hlaupabrautina í býtið í gær, en við heimsækjum gjarnan sjálfstæðisleikvang Namibíu (idependence stadium) á föstudagsmorgnum því þar eru fínar hlaupabrautir sem eru opnar fyrir almenning. Þar er nú vanalega mjög rólegt á morgnana, en nú var verið að setja upp tjöld og skemmtibúnað, en í kvöld verður viðburður á leikvanginum. Þetta varð því einskonar hindrunarhlaup, en vinnumennirnir höfðu bara gaman af því að hafa hlaupandi konur í kringum sig við undirbúninginn.

Drengirnir fengu allir verðlaun í skólanum í gær, enda var þemað risk takers. Þetta fannst fólki mjög fyndið, þ.e. að öll börnin í fjölskyldunni skyldu fá verðlaun fyrir sömu karaktereinkenni. Þetta sýnir bara hvað það er fjörugt á heimilinu. Stefán og Óskar voru einu kandídatarniar úr sínum bekkjum en Halli kom upp ásamt öðrum úr bekknum sínum. Halli keppti svo í fótbolta fyrir skólann sinn eftir skóla og svo aftur með fótboltaliðinu sínu síðdegis. Skoraði fallegt skallamark. Þeir eru svo komnir í úrslit en við fjölskyldan erum öll að fara út í eitt af fátækari hverfum borgarinnar eftir hádegi til að horfa á kappann keppa.

Halli verður svo 10 ára í vikunni, og partý planað á föstudaginn fyrir bekkinn og nokkra í viðbót.


Í skólabílnum

Á leiðinni úr og í skólann, eru oft áhugaverðar samræður í bílnum. Hér er brot úr samtölum dagsins í dag:

Halli: Sko, Magic er mjög vel upp alinn, og líka Owen
Móðirin: Já, en strákarnir mínir?

Þögn

Halli: Ja, þeir eru mjög vel upp alnir en þeir eru bara fæddir óþekkir

Óskar: Mom, I´m gonna marry Talia
Móðirin: Það er nú bara fínt, hún verður örugglega góð tengdadóttir
Óskar: Hvernig segirðu það á íslensku?
Móðirin: ég ætla að giftast Talíu
Óskar: Já
Halli: Af hverju?
Óskar: Af því ég elska hana og hún er vinur minn
Halli: tíhíhí, Óskar er með kærustu

Móðirin: Stebbi hvernig var hjá þér í skólanum í dag?
Stefán: Bara vel
Móðirin: Gekk vel í show and tell?
Stefán: Bara vel. Hvar er Eyrún?
Móðirin: Ha, Eyrún? Hún er á Íslandi
Stefán: Einmitt


Alþjóðlegir íþróttadagar

Alþjóðaskólinn var með tvo íþróttadaga, fyrst einn fyrir leikskólakrakkana og svo fyrir grunnskólann.Ag 003

Við eyddum því megninu af gærdeginum í íþróttakeppni af öllu tagi. Við Halli tókum daginn snemma og síðar komu drengirnir og Davíð með okkur. Halli stóð sig með prýði, eins og við var að búast. Nú sigraði sjötti bekkur fótboltann glæsilega með hann innanborðs. Móðirin sigraði 40 metra hlaup foreldra og starfsfólks, og náði þar með inn stigum fyrir hlébarða, en öll fjölskyldan eru hlébarðar með rauðan einkennislit. Keppnin er á milli þriggja hópa; hlébarða, ljóna og blettatígra. Nú er komið vor, hitinn er þegar orðinn mikill yfir daginn og því nauðsynlegt að drekka mikið af vatni.

Ag 009
Á föstudeginum kepptu yngri drengirnir við mikinn fögnuð. Stefán sýndi sérlega góða takta og sigraði í öllum sínum keppnisgreinum. Hér er bóndinn að naga strá og hvíla sig fyrir átökin.Ag 026

 

 

Hér er fagmannlega staðið að verki. Óskar kominn í startholurnar fyrir hlaupin.

 

 

Ag 013

 

Stefán í pokahlaupi ásamt argentískri fegurðardís úr bekknum hans.

 


Ag 023Stefán á fullri ferð í eggjahlaupi.  Brautirnar voru  nú orðnar nokkuð skrautlegar eftir eggjahlaupin, því að þau hlupu með hrá egg.Ag 018 Í einu hlaupinu sneri Stefán einmitt við á brautinni til að kanna betur brotið egg sem lá í grasinu. Mjög áhugavert.

 

 

 

Já, það er gaman að vinna!


Það er leikur að læra

Stefán hefur verið að æfa stafrófið í skólanum:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband