Afmælispælingar

Nú er svalt því rigningin hellist yfir okkur. Stebbi, the rain man, fer út í rigninguna að sprella nakinn.

Óskar verður fimm ára á morgun. Í tilefni dagsins var taflið tekið fram og Óskar (með lítils háttar hjálp frá móðurinni) tefldi í fyrsta sinn við Halla bróður sinn. Það gekk vonum framar. Hann er mjög spenntur og er búinn að bjóða öllum bekkjarfélögum og vinum í afmælið sitt sem haldið verður á kaffihúsi á morgun.

Halli situr við heimavinnuna, sem sat á hakanum vegna taflmennsku í dag. Hann er að skrifa um umhverfistengd orð, eins og vermiculture (sem er reyndar allgjör snilld, ef einhver hefur áhuga).

Dabbi sprangar um húsið í afmælisgjöfinni sinni, en hann fékk trail running skó í afmælisgjöf (í nóvember). Nú loks voru einir til í hans stærð í borginni, en við höfum haft vakandi auga á lagernum í helstu íþróttaverslunum bæjarins. Þessir eiga eftir að koma að góðum notum, en við fórum einmitt í 10k utanvegaskokk í gærmorgun, og þá er gott að hafa viðeigandi skóbúnað. Svo er bara að reyna þá á íslenskum fjallastígum í sumar.

Afmælisgjafirnar fyrir morgundaginn eru allar komnar í hús. Við þurftum nánast áfallahjálp við að sjá verðið á leikföngunum í verslunum hér; hér er hægt að fjárfesta í einfaldri bílabraut fyrir um 60 þúsund kall, eða þá playmo kassa á 18 þús. Álagningin á vönduðum leikföngum er hrikaleg, maður þekkir þetta þó frá Íslandi, svo að áfallið gæti kannski verið enn meira. Ég hafði einmitt stungið upp á blokkflautu og skáksetti handa blessuðum prinsinum, og í kjölfarið sagði eiginmaðurinn að ég væri "sjúklega boring", svo að sem betur fær barnið eitthvað meira spennandi. Enda gróf ég upp skáksett í einhverju gömlu spilasetti, sem notast var við í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjúklega boring hahah ég´dó  úr hlátri...en þetta er málið  hérna playmo kassi á 18þús er normið...

Fanney (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband