Etosha þjóðgarðurinn í síðasta sinn

Við heimsóttum Etosha í norðurferðinni, sem verður væntanlega í síðasta sinnið, amk. meðan á veru okkar hér stendur. Nú er þurrkatími og dýrin flokkast saman á sléttunum og hópast að vatnsbólunum til að svala þorstanum, svo að það var mikið um að vera.

Hér eru nokkrar svipmyndir (nashyrningurinn var svo nálægt bílnum á tímabili að ég átti erfitt með að ná honum öllum inn á myndirnar).

 

Fyrir nokkru fórum við einnig að skoða matargjöf til blettatígra og hlébarða, en það var dálítið sérstakt því að við keyrðum í opnum safaríbílum inni í girðingunni hjá þeim. Okkur varð ekki um sel þegar hlébarðinn var rétt hjá okkur og við létum drengina vera alveg hljóða og sitja í miðjusætum þar sem við héldum fast um þá. Það var kannski eins gott því að hlaupafélagar okkar voru um helgina að segja mér sögu frá öðru vinafólki sínu sem einnig starfaði við þróunarsamvinnu. Hjónin fóru í safarí í Tansaníu með litla, þriggja ára drenginn sinn. Þau voru einnig í opnum safaríbíl, sem eru svo algengir. Svöng ljónynja kom, skoðaði bílinn en stökk svo upp, hrifsaði litla drenginn úr örmum foreldranna og tók hann í burtu. Eins og í veiðiferðum úti í náttúrunni, reyna ljónin að ráðast á þá minnstu í hópnum. Leiðsögumaðurinn var óvopnaður svo ekki var hægt að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég var alveg miður mín eftir þessa sögu og þau fóru að lýsa hverrnig þeim leið þegar ljónynja kom að hringsóla um bílinn þeirra í Etosha og þau veinandi á börnin í aftursætinu að halda gluggunum nú í guðanna bænum lokuðum. Við sáum þónokkuð mörg ljón í Etosha, og trúlega eins gott að ég var ekki búin að heyra þessa hryllingssögu fyrir norðurferðina.

Og það eru ekki bara villidýrin sem eru hættuleg. Á leiðinni frá ströndinni um helgina stoppaði frú frá Windhoek á miðri leið, á nestisstoppi við veginn. Það vildi ekki betur til að hún varð fyrir árás geitunga og fékk ekki færri en 400 geitungabit. Hún endaði á spítala, og náði fyrir einhverja mildi að lifa þessi ósköp af. Þótti furðu sæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Etosha ferð lookar frekar sick, vá hvað þið voruð heppin!
Gaman að sjá myndir frá ykkur og flott myndin af ykkur að hlaupa í swakop. 

Kær kveðja
Magga

P.s ég er að segja öllum sem ég þekki að kjósa þig! 

Magga (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:12

2 identicon

Takk, Magga, þú ert best. Já, það er ótrúlegur munur á árstíðunum í garðinum og það var frábært að fá tækifæri til að sjá hann í allri dýrð sinni, svona rétt áður en við förum heim til Íslands. Við söknum þín hérna, bæði fjölskyldan og líka eðlurnar og mossurnar úti á palli. 

Erla perla (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 05:19

3 identicon

Æ hvað manni verður þungt fyrir brjósti við tilhugsunina um síðustu ferðina til Etosha.  Þó ég sé sjálf örugglega búin að fara í mína síðustu þangað finnst mér það eitthvað svo sorglegt :( Og skelfilegt þetta með að ljónið hafi stolið barninu! En þá er best að hugsa um eitthvað annað og vinda sér í að kíkja á framboðssíðuna ;)

Siva (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband