Ferðalagið

Við flugum í gegnum London og heimalandið kvaddi okkur með viðeigandi snjókomu og kulda. Flugferðin til London gekk mjög vel og svo tók við nokkura tíma bið á Gatwick. Við fundum horn með leiktækjum þar sem drengirnir undu sér nokkuð vel, en allir voru fegnir þegar tími var kominn til að halda í næsta flug til Windhoek. Óskar tók eitt síðasta klifur á Bubba byggi bíl og datt af. Hann viðbeinsbrotnaði við fallið, en hann hafði einnig brotnað á síðasta ári svo að við vissum hvað klukkan sló. Flugferðin til Windhoek var viðburðalítil, Óskar fékk verkjalyf og allir sváfu mestan hluta ferðarinnar.

Stefán í flugvélinni Sumir voru hressari en aðrir í vélinni.

Óskar í flugvélinni Hér er sjúklingurinn í flugvélinni á leið til Windhoek.

Þegar til Windhoek var komið tók Villi umdæmisstjóri á móti okkur og þessu líka gífurlega magni af farangri sem okkur fylgdi. Við fórum á gistiheimili sem var bráðabirgðaheimili okkar fyrst um sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband