Endurvinnslan í gangi

Endurvinnslan var í fullum gangi þegar ég kom til baka frá því að skutla drengjunum á leikskólann í gærmorgun. Mánudagar eru rusladagar hjá okkur og á mánudagsmorgna setjum við tunnuna og ruslið út á gangstétt. Hér fara flöskur og dósir t.d. ekki í endurvinnslu, heldur er það einkaframtakið sem gildir.

Nú voru tveir, broshýrir og glaðir ungir menn sem veifuðu mér glaðlega er ég renndi í hlaðið á nýja fáknum mínum. Þeir voru vel búnir með bakpoka til að bera afraksturinn, og fóru vandlega í gegnum allt ruslið og gengu svo snyrtilega frá öllu aftur. Ég fékk smá samviskubit yfir að hafa ekkert bitastætt í ruslinu handa þessum duglegu piltum, en kannski verður eitthvað af viti handa þeim í tunnunni í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband