Leikskóladrengir

Eftir nokkra leit fundum við leikskóla stutt frá heimili okkar, sem gat tekið við báðum drengjunum. Þar er þýska reyndar vinnutungumálið, þó að einnig sé töluð einhver enska og jafnvel afrikans. Óskar var orðinn ákaflega spenntur og dansaði um með leikskólatöskuna sína. Stefán var ekki með hlutina alveg eins mikið á hreinu, en hreifst með gleðinni. Þá vakti mikla ánægju að fá að fara með nesti, eins og Halli hafði alltaf fengið að fara með í skólann á Íslandi og er það enn hápunkturinn á leikskólanum, að fá að borða nestið. Eitthvað fór nú að falla á leikskólann þegar þangað var komið, en báðir góluðu svo að heyrðist um allt hverfið. Þeir eru á sitt hvorri deildinni, en fá að leika sér saman eftir hádegismat. Drengirnir eru í vistun til klukkan 1 þegar ég sæki þá.
 
Aðstaðan er mjög góð, og sér leiksvæði fyrir litlu krakkana. Óskar fer vonandi að læra þýska frasa til að tjá sig við hin börnin.  Leiksvæðið er að mestu í skugga, og þegar ég kem að sækja prinsana eru þeir vanalega berfættir að leika sér í sandinum. Hitinn hækkar mikið um hádegisbilið og á þeim tíma er vanalega nóg fyrir krakkana að vera berfætt og í stuttbuxum og bol.

Hér eru myndir frá fyrsta leikskóldeginum, en þeir bræður tóku myndatökuna mjög alvarlega. Takið eftir grænu rennibrautinni, sem Óskar er í, í bakgrunni. Hún er alveg svakalega flott.

Fyrsti dagur í leikskólaLeikskóladrengirÍ fyrsta sinn á leikskólanum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband