Fjallaför í Epago

Við förum ætíð á fætur við fyrsta hanagal, sem er nú reyndar eins og á Íslandi, þökk sé þessum árrisulu drengjum. Hér hentar þetta reyndar vel, því að dagurinn er tekinn snemma og allt byrjar fyrr en heima. Það er ótrúlegt hverju má koma í verk þegar farið er á fætur um kl. 6. Í Epago fórum við í morgunmat, og svo í smá göngutúr. Það er lítil hæð við búgarðinn (eða má kannski kalla þetta fjall fyrst að enginn þekkir staðinn?). Við álpuðumst inn á göngustíg sem lá upp fjallið og vorum, takk fyrir búin að ganga upp og niður kl. 9 um morguninn.

Gróðurinn var okkur erfiður, enda tré með hina beittustu gadda sem við rifum okkur á vinstri og hægri. Ég bar Stefán og Davíð bar Óskar. Stebbi er ennþá með rispur á fótleggjunum eftir fjallaferðina. Svo var hitinn mun hærri en í Windhoek og við vorum bæði sveitt og þreytt þegar við náðum toppnum. Niðurgangan var álíka snúin og uppgangan enda farið að hitna meira. Það var gott að komast niður í hús til að fá sér kalda drykki.

Ég hafði séð fyrir mér að ég gæti gengið á fjöll hér í tugavís, en er nú farin að endurskoða þá drauma. Maður þyrfti að vera með sveðjur til að brytja niður gróður, eða þá halda sig á merktum stígum. Svo er nú ekki heldur þægilegt að ganga þegar hitinn fer mikið yfir 25 stig. Snákar eru til stðar og sumir eitraðir, en þeir eru hræddari við okkur mannfólkið en við við þá. Það er bara hættulegt ef maður stígur ofaná snák svo að maður verður aðeins að hafa hugann við það hvar maður stígur niður næst.

Útsýnið var hið besta af toppnum.Útsýni af fjallstoppi

 

 

 

 

 

 

 

Fjallgöngugarpar

Halli myndasmiður tekur mynd af fjölskyldunni á toppnum. Menn voru nú mishressir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hlýtur þetta að eiga eftir að verða mikið ævintýri.

Ég stunda það að elta uppi blogg MA-kvenna og er nú búin að bæta þínu á "dagrúntinn". Hlakka til að fylgjast með.

Gangi ykkur vel -

Systa sæta

Systa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

vá njótið ykkar....nú verður maður að fara að leggja fyrir og stefna á heimsókna á tímabilinu :o)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:37

3 identicon

Hvílíkar ævintýramyndir, ævintýralíf. Svona er að giftast mannfræðingi.

Linda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:25

4 identicon

Já, Linda mín. Það er mikilvægt fyrir okkur konurnar að giftast vel, ekki satt? Ég er búin að hlægja mig máttlausa hér og Dabbi bara klórar sér í hausnum og skilur ekkert hvað ég er að flissa.

Erla perla (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband